Again, both versions (divided by paragraphs and divided by sentences) of the passage follow:


Þá réð Haraldur konungur hárfagri fyrir Noreg. Við honum var Sigmundur Hlöðversson föðurbróðir Þóris. Hann fundu þeir og beiddu hann tillaga því að þeir höfðu eigi meira fé en til skotsilfurs um jól fram. Sigmundur latti þá að vera með konungi "og er þar illt félausum mönnum."


Hann sendi þá norður á Hálogaland til Úlfs vinar síns og sagði þar gott fjár að afla í skreiðfiski. Sigmundur fékk þeim róðrarferju og Rekkal skósvein sinn til fylgdar og tvo leiðsögumenn aðra, Þránd lang og Hróa hinn digra, bræður hans. Þeir komu um haustið norður á Þrándarnes til Úlfs og tók hann vel við þeim fyrir orðsending Sigmundar en kvað þó undarlegt þykja að Sigmundur sendi Þóri frænda sinn til slíkra féfanga og kvað sér svo á hann lítast sem hann mundi eigi fiskimaður verða og meiri þroski mundi fyrir honum liggja ef hann héldi lífi "en það er líkast að gifta fylgi ráði Sigmundar ef til er gætt."


3. kafli


Það var einn dag er þeir félagar reru á fiski og komu síð að landi. Úlfur gekk í móti þeim og er þeir höfðu búið um skip sitt sá Þórir hvar eldur var nær sem lýsti af tungli og brá yfir blám loga. Þórir spurði hvað lýsu það væri.


Úlfur segir: "Ekki skuluð þér það forvitnast því að það er ekki af manna völdum."


Þórir svarar: "Því mun eg þó eigi vita mega þótt tröll ráði fyrir?"


Úlfur kvað það vera haugaeld. Þá grófst Þórir eftir.


En Úlfur segir að lyktum og mælti: "Agnar hét berserkur son Reginmóðs hins illa. Hann lét gera haug þenna og gekk þar í með skipshöfn sína alla og mikið fé annað. Hann ver hauginn með tröllskap síðan svo að engi má nær koma en margir eru dauðir er til hafa komið að brjóta eða ella hafa þeim orðið önnur skyrsi og eigi vitum vér hvort hann tryllist dauður eða kvikur."



And now divided by sentences:


Þá réð Haraldur konungur hárfagri fyrir Noreg. 



Við honum var Sigmundur Hlöðversson föðurbróðir Þóris. 



Hann fundu þeir og beiddu hann tillaga því að þeir höfðu eigi meira fé en til skotsilfurs um jól fram. 



Sigmundur latti þá að vera með konungi "og er þar illt félausum mönnum."



Hann sendi þá norður á Hálogaland til Úlfs vinar síns og sagði þar gott fjár að afla í skreiðfiski. 



Sigmundur fékk þeim róðrarferju og Rekkal skósvein sinn til fylgdar og tvo leiðsögumenn aðra, Þránd lang og Hróa hinn digra, bræður hans. 



Þeir komu um haustið norður á Þrándarnes til Úlfs og tók hann vel við þeim fyrir orðsending Sigmundar en kvað þó undarlegt þykja að Sigmundur sendi Þóri frænda sinn til slíkra féfanga og kvað sér svo á hann lítast sem hann mundi eigi fiskimaður verða og meiri þroski mundi fyrir honum liggja ef hann héldi lífi "en það er líkast að gifta fylgi ráði Sigmundar ef til er gætt."




3. kafli


Það var einn dag er þeir félagar reru á fiski og komu síð að landi. 



Úlfur gekk í móti þeim og er þeir höfðu búið um skip sitt sá Þórir hvar eldur var nær sem lýsti af tungli og brá yfir blám loga. 



Þórir spurði hvað lýsu það væri.



Úlfur segir: "Ekki skuluð þér það forvitnast því að það er ekki af manna völdum."



Þórir svarar: "Því mun eg þó eigi vita mega þótt tröll ráði fyrir?"



Úlfur kvað það vera haugaeld. 



Þá grófst Þórir eftir.



En Úlfur segir að lyktum og mælti: "Agnar hét berserkur son Reginmóðs hins illa. 



Hann lét gera haug þenna og gekk þar í með skipshöfn sína alla og mikið fé annað. 



Hann ver hauginn með tröllskap síðan svo að engi má nær koma en margir eru dauðir er til hafa komið að brjóta eða ella hafa þeim orðið önnur skyrsi og eigi vitum vér hvort hann tryllist dauður eða kvikur."