This week's assignment. Also, the same as last time, there are two versions: one in paragraphs and one divided by sentences:
Vaði hét maður. Hann var skáld gott. Hann var frændi Odds og kom út með honum. Hann bjó á Skáldsstöðum í Berufirði. Óttar og Æsa voru börn hans og voru bæði mannvænleg.
2. kafli
Þá er þessir hinir ungu menn óxu upp er nú voru nefndir lögðu þeir leika með sér á Berufjarðarísi og var með þeim fóstbræðralag mikið. Þórir Oddsson var sterkastur jafn gamall og allar íþróttir hafði hann umfram sína jafnaldra. Ketilbjörn gekk næst honum um allan vaskleik. Þeir tóku fiska úr vatninu og báru í læk þann er þar er nær og fæddust þeir þar. Sá heitir nú Alifiskalækur. Þar varð í veiður mikil og taldi Hof-Hallur sér veiðina. En Þuríður drikkinn taldi sér og sínu landi og frelsti hún sveinunum.
En um veturinn léku þeir knattleika á Þorskafjarðarísi og komu þar til synir Hallsteins og Djúpfirðingar, Þorsteinn úr Gröf og Hjallasveinar. Þeir fyrir sunnan Þorskafjörð gerðu Þóri að fyrirmanni fyrir örleiks sakir og allrar atgervi. En vestanmenn vildu ekki það og ýfðust við honum allir nema Hallsteinssynir.
Skip kom út um sumarið í Breiðafirði á Dögurðarnesi og hét Bárður stýrimaður, frændi Odds og félagi þá er þeir höfðu í hernaði verið. Bárður sendi til Odds og fluttist síðan til Þorskafjarðar við fimmtánda mann. Fimm voru íslenskir menn með honum og réðust þeir í brott til héraða sinna. En Bárður vill tvívegis fara og beiddi Odd manna svo að hann væri fær. Þar réðst til Þórir og þeir níu fóstbræður og svörðust allir í fóstbræðralag. Skyldi hver þeirra annars hefna. Þeir skyldu saman eiga fengið fé og ófengið það er þeir fengju jafnt og til ynnu, og var Þórir fyrirmaður þeirra, þá Ketilbjörn, Þórhallur og Þorsteinn Drikkinnarsynir, Hyrningur Hallsson, Björn Beruson, Ásmundur Naðursson, Már Hallvarðsson, Óttar Skáldsson. Þessir réðust til skips með Bárði og urðu vel reiðfara, tóku Þrándheim.
And the same passage divided by sentences:
Vaði hét maður.
Hann var skáld gott.
Hann var frændi Odds og kom út með honum.
Hann bjó á Skáldsstöðum í Berufirði.
Óttar og Æsa voru börn hans og voru bæði mannvænleg.
2. kafli
Þá er þessir hinir ungu menn óxu upp er nú voru nefndir lögðu þeir leika með sér á Berufjarðarísi og var með þeim fóstbræðralag mikið.
Þórir Oddsson var sterkastur jafn gamall og allar íþróttir hafði hann umfram sína jafnaldra.
Ketilbjörn gekk næst honum um allan vaskleik.
Þeir tóku fiska úr vatninu og báru í læk þann er þar er nær og fæddust þeir þar.
Sá heitir nú Alifiskalækur.
Þar varð í veiður mikil og taldi Hof-Hallur sér veiðina.
En Þuríður drikkinn taldi sér og sínu landi og frelsti hún sveinunum.
En um veturinn léku þeir knattleika á Þorskafjarðarísi og komu þar til synir Hallsteins og Djúpfirðingar, Þorsteinn úr Gröf og Hjallasveinar.
Þeir fyrir sunnan Þorskafjörð gerðu Þóri að fyrirmanni fyrir örleiks sakir og allrar atgervi.
En vestanmenn vildu ekki það og ýfðust við honum allir nema Hallsteinssynir.
Skip kom út um sumarið í Breiðafirði á Dögurðarnesi og hét Bárður stýrimaður, frændi Odds og félagi þá er þeir höfðu í hernaði verið.
Bárður sendi til Odds og fluttist síðan til Þorskafjarðar við fimmtánda mann.
Fimm voru íslenskir menn með honum og réðust þeir í brott til héraða sinna.
En Bárður vill tvívegis fara og beiddi Odd manna svo að hann væri fær.
Þar réðst til Þórir og þeir níu fóstbræður og svörðust allir í fóstbræðralag.
Skyldi hver þeirra annars hefna.
Þeir skyldu saman eiga fengið fé og ófengið það er þeir fengju jafnt og til ynnu, og var Þórir fyrirmaður þeirra, þá Ketilbjörn, Þórhallur og Þorsteinn Drikkinnarsynir, Hyrningur Hallsson, Björn Beruson, Ásmundur Naðursson, Már Hallvarðsson, Óttar Skáldsson.
Þessir réðust til skips með Bárði og urðu vel reiðfara, tóku Þrándheim.