In case it's useful to anyone, I have this week's passage for translation in two versions:



Bera hét ekkja er bjó í Berufirði. Hún átti þrjá sonu. Björn var elstur.


Þórarinn krókur nam allan Króksfjörð meðal Hafrafells og Króksfjarðarmúla. Með honum komu út suðureyskir menn. Gilli er bjó á Gillastöðum, göfugur maður. Ketilbjörn hét son hans, hinn vænlegasti maður. Að Hafrafelli bjó Hólmgöngu-Kýlan en Naður bjó í Naðurdal. Ásmundur hét hans son. Hallvarður hrísi bjó á Hrísahvoli. Már hét son hans.


Oddur skrauti hét maður er út kom vestur í Vaðli. Hann var son Hlöðvers konungs af Gautlandi og Veru hinnar þungu Guðbrandsdóttur af Járnberalandi. Oddur kaupir lendur í Þorskafjarðarskógum að Þuríði drikkinni og bjó að Uppsölum. Hann fékk Valgerðar dóttur Eyjólfs í Múla. Þeirra son var Þórir, manna mestur og fríðastur sýnum. Grímur hét son hans hinn eldri en Þórir hinn yngri. Gísl nef nam Gilsfjörð og bjó að Kleifum. Hann átti ... synir voru þeir Héðinn í Garpsdal og Herfinnur í Múla. Dætur hans voru þær Hallgríma og Þorbjörg knarrarbringa og Ingibjörg.


Ólafur belgur bjó í Ólafsdal er Ormur mjóvi rak úr Ólafsvík en Sleitu-Björn úr Belgsdal. Hans synir voru þeir Þorgeir og Jósteinn, Þorvaldur.


Steinólfur hét maður og var kallaður lági. Hann var son Hrólfs hersis af Ögðum. Hann nam land milli Grjótvallarmúla og Klofasteina og bjó á Steinólfshjalla í Fagradal. Hann átti Eirnýju Þiðrandadóttur. Steinn og Helgi voru synir þeirra en Arndís dóttir og Þuríður er Sleitu-Björn átti. Knútur og Þjóðrekur voru synir þeirra.


Steinólfur var rausnarmaður mikill í búi og hafði fjölmennt. En er honum þótti þrönglent fyrir sunnan fjörðinn nam hann Steinólfsdal í Króksfirði og gerði bú í Bæ. Hann skipaði dalinn vinum sínum. Grímur frændi hans bjó á Völlum. Hergísl hét son hans. Heimlaug völva bjó á Völvustöðum í Kambsheiði. En Steinólfur bægði henni og var hún fyrir því óvin hans. Þórarinn krókur taldi sér dalinn er Steinólfur hafði skipað og kallaði hann það sitt landnám því að svo var og gerðist af því fjandskapur með þeim Steinólfi svo að þeir drápust þar fyrir.


And, if you prefer, the above passage divided by sentences:


Bera hét ekkja er bjó í Berufirði. 



Hún átti þrjá sonu. 



Björn var elstur.



Þórarinn krókur nam allan Króksfjörð meðal Hafrafells og Króksfjarðarmúla. 



Með honum komu út suðureyskir menn. 



Gilli er bjó á Gillastöðum, göfugur maður. 



Ketilbjörn hét son hans, hinn vænlegasti maður. 



Að Hafrafelli bjó Hólmgöngu-Kýlan en Naður bjó í Naðurdal. 



Ásmundur hét hans son. 



Hallvarður hrísi bjó á Hrísahvoli. 



Már hét son hans.



Oddur skrauti hét maður er út kom vestur í Vaðli. 



Hann var son Hlöðvers konungs af Gautlandi og Veru hinnar þungu Guðbrandsdóttur af Járnberalandi. 



Oddur kaupir lendur í Þorskafjarðarskógum að Þuríði drikkinni og bjó að Uppsölum. 



Hann fékk Valgerðar dóttur Eyjólfs í Múla. 



Þeirra son var Þórir, manna mestur og fríðastur sýnum. 



Grímur hét son hans hinn eldri en Þórir hinn yngri. 



Gísl nef nam Gilsfjörð og bjó að Kleifum. 



Hann átti ... synir voru þeir Héðinn í Garpsdal og Herfinnur í Múla. 



Dætur hans voru þær Hallgríma og Þorbjörg knarrarbringa og Ingibjörg.



Ólafur belgur bjó í Ólafsdal er Ormur mjóvi rak úr Ólafsvík en Sleitu-Björn úr Belgsdal. 



Hans synir voru þeir Þorgeir og Jósteinn, Þorvaldur.



Steinólfur hét maður og var kallaður lági. 



Hann var son Hrólfs hersis af Ögðum. 



Hann nam land milli Grjótvallarmúla og Klofasteina og bjó á Steinólfshjalla í Fagradal. 



Hann átti Eirnýju Þiðrandadóttur. 



Steinn og Helgi voru synir þeirra en Arndís dóttir og Þuríður er Sleitu-Björn átti. 



Knútur og Þjóðrekur voru synir þeirra.



Steinólfur var rausnarmaður mikill í búi og hafði fjölmennt. 



En er honum þótti þrönglent fyrir sunnan fjörðinn nam hann Steinólfsdal í Króksfirði og gerði bú í Bæ. 



Hann skipaði dalinn vinum sínum. 



Grímur frændi hans bjó á Völlum. 



Hergísl hét son hans. 



Heimlaug völva bjó á Völvustöðum í Kambsheiði. 



En Steinólfur bægði henni og var hún fyrir því óvin hans. 



Þórarinn krókur taldi sér dalinn er Steinólfur hafði skipað og kallaði hann það sitt landnám því að svo var og gerðist af því fjandskapur með þeim Steinólfi svo að þeir drápust þar fyrir.