And here is the last part of the saga:


Þóroddur svarar og mælti: "Við mig skaltu nú fyrst berjast ef eigi kemur öðru við."


Ganga menn nú í milli og sætta þá feðga. Urðu þær málalyktir að Jófríður er gefin Þóroddi og líkar Oddi stórilla. Fara nú heim við svo búið. Eftir það sitja menn að boði og unir Þóroddur allvel sínu ráði.


Og að vetri afliðnum fer Þóroddur utan því að hann hafði spurt að Þorvaldur bróðir hans var í höftum og vildi leysa hann með fé. Hann kemur til Noregs og kom eigi út síðan og hvorgi þeirra bræðra.


Oddur tók nú að eldast mjög. Og er hann spurði það að hvorgi sona hans mundi til koma tók hann sótt mikla og er að honum tók að þröngva mælti hann við vini sína að þeir mundu flytja hann upp á Skáneyjarfjall þá er hann væri dauður og kvaðst þaðan vildu sjá yfir Tunguna alla. Og svo var gert.


En Jófríður Gunnarsdóttir var síðan gefin Þorsteini Egilssyni að Borg og var hinn mesti kvenskörungur.


Og lýkur þar Hænsna-Þóris sögu.