Here’s my translation
Alan
Þorbjörn karl tekur þá til orða: "Á þá leið er Oddur bóndi," sagði hann,
Old-man Þorbjörn takes then to words (ie starts to speak): „(It) is thus (in this wise), farmer Oddr,“ said he
"að þú hefir heitið mér ásjá þinni og vil eg nú til þess taka að þú leggir til nokkur góð ráð og komir til."
“that you have promised me your help and I want now to take to (ie have recourse to, taka til e-s, Z12) that, that you put forward (contribute) some good counsels(plans) (neut plural) and be of some value( use) (koma til, Z4?).”
Oddur kvaðst svo gera mundu. Ríða þeir nú í Örnólfsdal og koma þar fyrir dag.
Oddr declared-of-himself (that he) would do so. They ride now to Örnúlfsdalr (Örnúlfr’s-Dale) and come there before day.
Voru þá fallin húsin og fölskaður mjög eldurinn. Nú ríður Oddur að húsi einu því er eigi var allt brunnið.
The farm-buildings were (had) then (ie by that time) fallen and the fire (was) much covered-with-white ashes. Now Oddr rides to that one (particular) building which is not completely burnt.
Hann seilist til birkirafts eins og kippir brott úr húsinu, ríður síðan andsælis um húsin með loganda brandinn og mælti:
He tries-to-get-hold of one (particular) birch-rafter and pulls (it) away from the-building, rides after-that withershins around farm-buildings with the flaming fire-brand and spoke:
"Hér nem eg mér land fyrir því að hér sé eg nú eigi byggðan bólstað. Heyri það vottar þeir er hjá eru."
“Here I take (the) land (estate) for myself for that (reason) that I here see now not an inhabited farm. Hear that (is this an imperative?), those witnesses who are present.”
Hann keyrir síðan hestinn og ríður í brott.
He whips after-that the (his)-horse and rides away.
Hersteinn mælti: "Hvað er nú til ráða? Eigi reyndust þessi vel."
Hersteinn spoke: “What is now to be done? (ráð, Z4)? This turned out (ie proved to be) not good.”
Þorbjörn mælti: "Þegi þú ef þú mátt hvað sem í gerist."
Þorbjörn spoke: “Be silent if you can whatever happens.”
Hersteinn svarar og kvaðst það eina talað hafa er eigi var við of.
Hersteinn answers and declared-of-himself to have spoken merely that which was not to excess. (see við of, under of, Z2)
Útibúr var óbrunnið, það sem varningur Austmanns var inni og mikið fé annað.
A store-house was (ie remained) un-burnt, that which (the) wares of the East-man (Norwegian) were inside and much other property.
Í þessu hverfur Þorbjörn karl. Nú lítur Hersteinn heim til bæjarins og sér útibúrið opið og út borið féið en engan sér hann manninn.
Old-man Þorbjorn turns (disappears) into this. Now Hersteinn looks homeward towards the-farmstead and sees the store-house open and the-property carried out but he sees no (engan, masc acc sg) person (man) (manninn, masc acc sg)
Þar eru bundnar klyfjar. Þar næst heyrir hann hark mikið í túnið, sér nú að heim eru rekin hross öll þau er faðir hans hafði átt,
There are bound trusses. There next he hears a great noise in the-home-meadow, sees now that are driven home all those horses which his father had owned,
sauðir og naut úr fjósi og allt ganganda fé. Síðan eru klyfjar upp hafðar og því næst öllu á ferð snúið og allt fémætt á brott fært.
sheep and cattle (neat) out of (the) byre and all walking animals (ie livestock). After-that (the) trusses are taken (heaved) up (cf hafa e-t uppi, Z14) and in the next (instant) (are) turned (ie prepared) everything for (the) journey (?) and all valuable (things) conveyed away
Hersteinn víkur nú eftir og sér að Þorbjörn karl rekur féið. Þeir snúa leið sinni ofan eftir héraði í Stafholtstungur og svo út yfir Norðurá.
Hersteinn turns now back and sees that old-man Þorbjörn drives the-cattle. They turn (ie go) their way down along (the) district into Stafholtstungur (Stave-wood-Tongues) and so out over Norðurá (North-River).
10. kafli
Chapter 10
Sauðamaður Þorkels trefils úr Svignaskarði gekk þenna morgun að fé sínu. Hann sér hvar þeir fara og reka alls kyns fénað.
(The) shepherd of Þorkell ‘Rag’ out-of Svignaskarð (Mountain-Pass) went (on foot) this morning to his sheep. He sees where they journey and (they) drive cattle of all kinds (species).
Hann segir þetta Þorkatli en hann svarar: "Veit eg hverju gegna mun. Það munu vera Þverhlíðingar vinir mínir.
He says (tells) this to Þorkell and he answers: I know what this will mean (gegna, Z3). That will be my friends (nom pl) (the) Þverhlíð-folk.
Þeir hafa vetrarnauð mikla og munu þeir reka hingað fé sitt. Skal þeim það heimilt. Eg hefi hey ærin. Eru hér og nógar jarðir útifé."
They have a very severe winter and they will drive their cattle hither. That shall (be) free for them (ie they shall have a right to do so). I have sufficient (oerinn) hay. Here are also ample lands for cattle-that-graze-outside-in-winter.