From: rob13567
Message: 13372
Date: 2014-09-02
Arngrímur mælti: "Letja vil eg þig enn Þorvaldur að þú takir við máli þessu en þú munt gera sem þér líkar. Uggir mig að mikið hljótist af."
Þorvaldur svarar: "Eigi mun eg neita fjárviðtökunni."
Nú handsalar Þórir honum fé sitt hálft og þar með málið á hendur Blund-Katli.
Arngrímur mælti þá enn: "Hversu ætlar þú með að fara máli þessu Þorvaldur?"
"Eg mun fara fyrst á fund föður míns og hyggja þaðan að ráðum."
Arngrímur mælti: "Letja vil eg þig enn Þorvaldur að þú takir við máli þessu en þú munt gera sem þér líkar. Uggir mig að mikið hljótist af."
Þorvaldur svarar: "Eigi mun eg neita fjárviðtökunni."
Nú handsalar Þórir honum fé sitt hálft og þar með málið á hendur Blund-Katli.
Arngrímur mælti þá enn: "Hversu ætlar þú með að fara máli þessu Þorvaldur?"
"Eg mun fara fyrst á fund föður míns og hyggja þaðan að ráðum."
Þórir mælti: "Eigi hugnar mér það. Vil eg eigi hinkur. Hefi eg mikið til unnið og vil eg þegar á morgun láta fara og stefna Blund-Katli."
Þorvaldur svarar: "Þetta mun vera reyndar að þú munt vera engi gæfumaður og illt mun af þér hljótast. En svo mun nú vera verða."
Og binda þeir Þórir að hittast í ákveðnum stað um morguninn.
8. kafli
Þegar snemma um morguninn ríður Þorvaldur og Arngrímur með honum með þrjá tigu manna. Hitta þeir Þóri og var hann við þriðja mann. Þar var Helgi Arngrímsson og Víðfari frændi Þóris.
Þorvaldur mælti: "Hví ertu svo fámennur Þórir?"
Hann svarar: "Eg vissi að þig mundi eigi lið skorta."
Þeir ríða nú upp eftir Hlíðinni. Mannferðin var sén af bæjunum og hleypir hver af sínum bæ. Þykist sá best hafa er fyrst kemur til Blund- Ketils og er þar mart manna fyrir. Þeir Þorvaldur ríða að garði og stíga þar af hestum sínum og ganga heim að bænum.
Þegar Blund-Ketill sér þetta gengur hann móti þeim og býður þeim þar að þiggja allan greiða.
Þorvaldur mælti: "Annað er erindi hingað en eta mat. Eg vil vita hverju þú vilt svara fyrir mál það er þú tókst upp hey Þóris."
Blund-Ketill svarar: "Slíku þér sem honum. Ger einn fyrir svo mikið sem þér líkar og þó skal eg gefa þér gjafir ofan á, því betri og meiri sem þú ert meira verður en Þórir, og svo mikinn skal eg þinn sóma gera að það sé allra manna mál að þú sért vel sæmdur af."