Þeir sækja fast eftir og segja nú að fé þeirra muni deyja ef þeir fá enga hjálp af honum.

They insist firmly and now say that their animals will die if the get no help from him.


Hann sagði það af sjálfdáðum orðið "en sagt er mér að Hænsna-Þórir muni hafa hey til sölu."

He said that of his self-deeded report “and it is said to me that Haensna Thorir will have hay for sale.”


Þeir svöruðu: "Af honum munum vér eigi fá nema þú farir með oss og mun hann þá þegar selja ef þú gengur í vörslu fyrir oss um kaupin."

They answered:  “From him we will not get (anything) except you go in support of us concerning the purchase.


Hann svarar: "Það má eg gera að fara með yður en það er sannlegt að þeir selji sem til hafa."

He answers: “I am able to do that, to go with you, and it is true that they would sell as (they) have.”


Þeir fara snemma um morguninn og var á norðan strykur sá og heldur kaldur. 

They go first thing in the morning and it was a strong north (wind) and rather cold.


Þórir bóndi var úti staddur í það mund, sér mennina fara að garði, gengur inn síðan og rekur aftur hurð og lætur fyrir loku, fer til dagverðar.

Farmer Thorir was outside (his) house at that moment, sees the men going to (his) yard, then goes inside and shuts (the) door and closes the bolt (?), went to his meal. 


Nú er drepið á dyr.

Now there is knocking at the door (”it is knocked at the door”).


Sveinninn Helgi tekur til orða: "Gakktu út fóstri minn því að menn munu vilja hitta þig."

The boy Helgi begins to speak: “Go out my foster father because mem will want to meet with you.”


Þórir kveðst mundu matast fyrst en sveinninn hleypur undan borðum og gengur til hurðar og heilsar þeim vel er komnir voru. 

Thorir said for himself (that he) would take his meal first, but the boy ran from the table and goes to the door and greets those who had arrived.


Blund-Ketill spurði hvort Þórir væri heima. 

Blund-Ketill asked whether Thoris were at home.


Hann sagði svo væri.

He said it would so be.


"Bið þú hann útgöngu," sagði hann.

“Ask for him to go out (”útgöngu” is a noun in Old Icelandic),” he said.


Sveinninn gekk inn og sagði að Blund-Ketill var kominn úti og vildi hitta hann.

The boy went inside and said that Blund-Ketill had come out and wanted to meet with him.


Þórir svaraði: "Af hverju mun Blund-Ketill draga nasirnar? 

Thorir answered: “why will Blund-Ketill be sniffing around?


Kynlegt ef hann fer að góðu. 

Surprisingly if he went in pursuit of good. 


Ekki erindi á eg við hann."

I don't have any business with him.”


Sveinninn fer og sagði þeim að Þórir vildi eigi út ganga.

The boy goes and told them that Thorir didn't want to go out.


"Já," sagði Blund-Ketill, "þá skulum vér inn ganga."

“Yes,” said Blund-Ketill, “then we should go inside.”


Þeir ganga til stofu og var þeim heilsað en Þórir þagði.

They go to the living room and they were greeted, but Thorir remained silent.


"Svo er varið," sagði Blund-Ketill, "að vér viljum kaupa hey að þér Þórir."

“So it stands,” said Blund-Ketill, “that we wanted to buy hay from you, Thorir.”


Þórir svarar: "Eigi er mér þitt fé betra en mitt."

Thorir answers: “It doesn't happen to me your animals (are) better than mine.”


Blund-Ketill mælti: "Ýmist veitir það."

Blund-Ketill said: “It is sometimes granted.” (?)


Þórir svarar: "Hví ertu í heyþroti, auðigur maður?"

Thorir answers: “Why are you, a rich man, in need of hay?”


Blund-Ketill segir: "Eigi er eg greiðlega í heyþroti og fala eg fyrir landseta mína er þurfa þykjast úrlausna. 

Blind-Ketill says: “I am not plainly in need of hay and I demand for purchase for my tenants who need it seems free.  (??)


Vildi eg gjarna fá þeim ef til væri."

I willingly wanted (to) obtain for them if (they) were to exist.”


"Það muntu eiga allra heimilast að veita öðrum þitt en eigi mitt."

“You will have that, all the most right to give to your others but not to mine.”