En svo lauk þeirra skiptum að Steinþór kom sverðshöggi á Freystein fyrir ofan mjaðmir og tók manninn í sundur í miðju.

And their fights so ended that Steinthor landed a sword stroke on Freystein above the hips and split the man in the middle.

 

Eftir það gengu þeir upp í skerið og léttu eigi fyrr en fallnir voru allir Þorbrandssynir.

After that they went up to the skerry and didn’t stop before all Thorbrand’s sons were dead.

 

Þá mælti Þórður blígur að þeir skyldu á milli bols og höfuðs ganga allra Þorbrandssona en Steinþór kvaðst eigi vilja vega að liggjöndum mönnum.

Then Thordr Bligr said that they should slay all the sons of Thorbrand, but Steinthor said for himself (that he) would not to kill (liggjöndum) men.

 

Gengu þeir þá ofan af skerinu og þar til er Bergþór lá og var hann þá enn málhress og fluttu þeir hann með sér inn eftir ísnum og svo út yfir eið til skipsins.

They then went down from the skerry and there to where Bergthor lies, and he was then still well enough to speak and they moved him with them inward along the ice and so out over (the) isthmus to the ship.

 

Reru þeir þá skipinu út til Bakka um kveldið.

They then rowed the ship out to Bakka during the evening.

 

Sauðamaður Snorra goða hafði verið á Öxnabrekkum um daginn og séð þaðan fundinn á Vigrafirði.

Chieftain Snorri’s shepherd had stayed in Oxnabrekkum during the day and seen from there the fight at Vigrafirth.

 

Fór hann þegar heim og sagði Snorra goða að fundurinn hefði orðið á Vigrafirði um daginn lítt vinsamlegur.

He went at once home and told Chieftain Snorri that the battle had taken place at Vigrafirth during the day (with) little friendliness.

 

Tóku þeir Snorri þá vopn sín og fóru inn til fjarðarins níu saman.

They, Snorri (and others), took their weapons and went inwards to the fiord, nine altogether.

 

Og er þeir komu þar voru þeir Steinþór í brottu og komnir inn af fjarðarísnum.

And when they arrived, there were they, Steinthor (and the others), away and coming inward from the fiord ice.

 

Sáu þeir Snorri á sár manna og voru þar engir menn látnir nema Freysteinn bófi en allir voru þeir sárir til ólífis.

They, Snorri (et al), saw wounded men and there were no men leaving except Freysteinn Bofi, and they were all wounded to death.

 

Þorleifur kimbi kallar á Snorra goða og bað þá fara eftir þeim Steinþóri og láta engan þeirra undan komast.

Thorleifr Kimbi calls to Chieftain Snorri and asked then to after them, Steinthor (et al) and let none of them escape.

 

Síðan gekk Snorri goði þangað sem Berþór hafði legið og sá þar blóðflekk mikinn.

Then Chieftain Snorri went at once where Borthor had lain and saw there a large blood stain.

 

Hann tók upp allt saman, blóðið og snæinn, í hendi sér og kreisti og stakk í munn sér og spurði hverjum þar hefði blætt.

He picked up all together, the blood and the snow, in his hand and squeezed (it) and stuck (it) in his mouth and asked who had bled there.

 

Þorleifur kimbi segir að Bergþóri hefir blætt.

Thorleifr Kimbi says that Bergthor has bled.

 

Snorri segir að það var holblóð.

Snorri says that it was blood from the entrails. (Note: Z says “blood from the inwards,” and my dictionary explains one meaning of “inwards” as a noun as “entrails.”

 

"Má það fyrir því," segir Þorleifur, "að það var af spjóti."

“It can be because,” says Tholeifr, “that it was from a spear.”

 

"Það hygg eg," sagði Snorri, "að þetta sé feigs manns blóð og munum vér eigi eftir fara."

“I intend that,” said Snorri, “that this would be blood of a man fated to die and we will not pursue (him).”

 

Síðan voru Þorbrandssynir færðir heim til Helgafells og bundin sár þeirra.

Then Thorbrand’s sons were brought home to Helgafell and their wounds bound.