"Svo skal og nú vera," segir Snorri goði, "að vér skulum við eigast fleira."

“It shall so be now,” says chieftain Snorri, “that we shall have to fight with more.”



Bað hann Þorleif nú segja mönnum að eftir þeim skyldi fara.

He asked Thorliefr now (to) tell the men that (they) should go after them.



Þeir Steinþór voru komnir ofan af vellinum er þeir sáu eftirreiðina.

They, Steinthor (and crew), had come down from the the field when they saw the pursuit on horseback.



Fóru þeir þá yfir ána og sneru síðan upp í skriðuna Geirvör og bjuggust þar fyrir, því að þar var vígi gott fyrir grjóts sakir.

They then went over the river and then turned up in the woods (?) of Geirvor and prepared themselves therefore, because it was a good fight for on account of stones.



En er flokkurinn Snorra gekk neðan skriðuna þá skaut Steinþór spjóti að fornum sið til heilla sér yfir flokk Snorra en spjótið leitaði sér staðar og varð fyrir Már Hallvarðsson frændi Snorra og varð hann þegar óvígur.

And when Snorri's troops went from below the woods, then Steinthor shot a spear at the former for luck over Snorri's group, but the spear sought a location, and it was for Mar Hallvardson, Snorri's relative, and he became at once disabled.



Og er þetta var sagt Snorra goða þá svarar hann: "Gott er að það sannist að það er eigi jafnan best að ganga síðast."

And when this was said, chieftain Snorri then answers him: “It is good that that proved true, that that is not best equal to go last.”





Eftir þetta tókst þar bardagi mikill.

After this there began there a great battle.



Var Steinþór í öndverðum flokki sínum og hjó á tvær hendur en sverðið það hið búna dugði eigi er það kom í hlífarnar og brá hann því oft undir fót sér.

Steinthor was in front of his group and struck with two hands, but the sword (búna ?) didn't suffice when it landed in the shields, and he drew it frequently under his foot. (There was another passage we translated where someone frequently had to straighten out his sword during a battle. This sounds similar, but I don't see “straighten” as one of the meanings of “bregða.”)



Hann sótti þar mest að sem fyrir var Snorri goði.

He attacked there most (any person) who was in front of chieftain Snorri.



Styr Þorgrímsson sótti hart fram með Steinþóri frænda sínum.

Styr Thorgrimson sought hard forward against his relative Steinthor.



Varð það fyrst að hann drap mann úr flokki Snorra mágs síns.

It happened first that he killed a man from his in-law Snorri's side.



Og er Snorri goði sá það mælti hann til Styrs: "Svo hefnir þú Þórodds, dóttursonar þíns, er Steinþór hefir særðan til ólífis og ertu eigi meðalníðingur."

And when chieftain Snorri saw that, he said to Styr: “So you have, Thoroddr, your nephew, which Steinthor has wounded to death (that is, “dealt a mortal blow”) and you are not a middling scoundrel.”



Styr svarar: "Þetta fæ eg skjótt bætt þér."

Styr answers: “This I am soon able to make up to you.”



Skipti hann þá um sínum skildi og gekk í lið með Snorra goða og drap annan mann úr liði Steinþórs.

He then changed his shield and went in (the) troops with chieftain Snorri and killed another man out of Steinthor's side.



Í þenna tíma komu þeir að feðgar úr Langadal, Áslákur og Illugi hinn rammi sonur hans, og leituðu meðalgöngu.

At this time they, father and son out of Langadale, Aslakr and Illugi the powerful, his son, and sought intercession.



Þeir höfðu þrjá tigu manna.

They had 30 men.



Gekk þá Vermundur hinn mjóvi í lið með þeim.

Then, Vermundr the slim went in the body of men with them.



Beiddu þeir þá Snorra goða að hann léti stöðvast manndrápin.

They then asked chieftain Snorri that he allow himself to calm down (from) the killing of the man.



Snorri bað Eyrbyggja þá ganga til griða.

Snorri asked the Eyrbyggjas to then go home.



Þá báðu þeir Steinþór taka grið handa sínum mönnum.

They, Steinthor (and others) then asked to take home his men.



Steinþór bað Snorra þá rétta fram höndina og svo gerði hann.

Steinthor then asked Snorri to stretch out his hand, and he did so.



Þá reiddi Steinþór upp sverðið og hjó á hönd Snorra goða og varð þar við brestur mikill.

Then Steinthor raised up the sword and struck at chieftain Snorri's hand and it happens with that a great snap.



Kom höggið í stallahringinn og tók hann mjög svo í sundur en Snorri varð eigi sár.

The blow landed on the altar-ring and it was very much cut in two, but Snorri didn't become wounded.