Þenna dag hlutu þeir búðarvörð Björn Breiðvíkingakappi og Þórður blígur og skyldi Björn gera eld en Þórður taka vatn.
This day they, Bjorn Breidvikingkappi and Thordr “starer”, had allotted to them cooking duties, and Bjorn does (the) fire and Thordr takes (the) water.
Og er eldurinn var ger lagði reykinn upp í skarðið sem Snorri hafði getið til.
And when the fire was done, the smoke up in the mountain pass as Snorri had guessed.
Gekk Egill þá ofan eftir reykinum og stefndi til skálans.
Egill then went down following the smoke and made for the hut.
Þá var enn eigi lokið leikinum.
The games were still not over then.
En dagurinn var mjög á liðinn og tóku eldarnir mjög að brenna en skálinn var fullur af reyk.
But the day was very much drawn to a close and the fires began to burn and the hut was full of smoke.
Og stefnir Egill þangað.
And Egill makes his way there.
Hann hafði stirðnað mjög á fjallinu.
He had become very stiff on the mountain.
Egill hafði skúfaða skóþvengi, sem þá var siður til, og hafði losnað annar þvengurinn og dragnaði skúfurinn.
Egill had pushed aside a latchet, as was then a custom, and had loosened the other latchet and dragged the tassel.
Gekk þrællinn þá inn í forhúsið.
The thrall went inside to the porch.
En er hann gekk í aðalskálann vildi hann fara hljóðlega því að hann sá að þeir Björn og Þórður sátu við eld og ætlaði Egill nú á lítilli stundu að vinna sér til ævinlegs frelsis.
And when he went into the main hall, he wanted to go silently because he saw that they, Bjorn and Thordr, sat by a fire and Egill intended now in a little while to win himself everlasting freedom.
Og er hann vildi stíga yfir þröskuldinn þá sté hann á þvengjarskúfinn þann er dragnaði.
And when he wanted to step over the threshold, then he stepped on the latchet-tassle, that which was dragging.
Og er hann vildi hinum fætinum fram stíga þá var skúfurinn fastur og af því reiddi hann til falls og féll hann innar á gólfið.
And when he wanted to step his feet forward, then the tassle was stuck and therefore he started (?) to fall and he fell inside on the floor.
Varð það svo mikill dynkur sem nautsbúk flegnum væri kastað niður á gólfið.
It was so much noise as (if) a flayed cattle body were thrown down on the floor.
Þórður hljóp upp og spurði hvað fjanda þar færi.
Thordr jumped up and asked what devil went there.
Björn hljóp og upp og að honum og fékk tekið hann áður hann komst á fætur og spyr hver hann væri.
Bjorn jumped up and ran to him and got him before he could get to (his) feet and asks who he might be.
Hann svarar: "Egill er hér, Björn félagi," sagði hann.
He answers: “Egil, here, Bjorn's partner,” he said.
Björn spurði: "Hver er Egill þessi?"
Bjorn asked: “Who is this Egill?”
"Þetta er Egill úr Álftafirði," segir hann.
“This is Egil from Alftafirth,” he says.
Þórður tók sverð og vildi höggva hann.
Thordr took a sword and wanted to put him to death.
Björn tók þá Þórð og bað hann eigi svo skjótt höggva manninn "viljum vér áður hafa af honum sannar sögur."
Bjorn then took Thord and asked him not to so soon put the man to death “we want first to have from him a true story.”
Settu þeir þá fjötur á fætur Agli.
They then put fetters on Egill's feet.
En um kveldið er menn komu heim til skála segir Egill svo að allir menn heyrðu hversu ferð hans hafði ætluð verið.
And during the evening when men came home to (the) hut, Egill tells so that all men heard how his journey had intended to be.
Sat hann þar um nóttin en um morguninn leiddu þeir hann upp í skarðið, það heitir nú Egilsskarð, og drápu hann þar.
He sat there during the night, and during the morning the led him up in the mountain pass, that is now called Egill's pass, and killed him there.