42. kafli

Þetta sumar kom skip í Hraunhafnarós en annað í Dögurðarnes.

This summer a ship landed in Hraunhafnaros and next in Dogurdarness.



Snorri goði átti erindi til skips í Hraunhöfn og reið hann heiman við fimmtánda mann.

Chieftain Snorri had an errand at (the) ship in Hraunhofn and rode from home with 14 men.



En er þeir koma suður yfir heiðina í Dufgusdal hleyptu þar eftir þeim sex menn alvopnaðir.

When they came south over the district in Dufgusdale, they ran there after six men in full armor.



Voru þar Þorbrandssynir.

Thorbrand's sons were there.



Snorri spyr hvert þeir ætli að fara.

Snorri asks where they intended (subjunctive) to go.



Þeir kváðust fara skyldu til skips í Hraunhafnarós.

They answered (that they) should go to the ship in Hraunhafnaros.



Snorri kvaðst mundu lúka erindum þeirra en bað þá fara heim og glettast eigi við menn, kallar oft lítið þurfa til með þeim mönnum er áður var fátt í meðal ef fundi bæri saman.

Snorri said (he) would end their errand, and asked then to go home and not provoke men, says frequently little use for the men who previously were few among if would bear a meeting together. (??)



Þorleifur kimbi svarar: "Eigi skal það spyrjast að vér þorum eigi að ríða um sveitir fyrir þeim Breiðvíkingum en vel máttu heim ríða ef þú þorir eigi að ríða leið þína þó að þú eigir erindi."

Thorleifr Kimbi answers: “It shall not be requested that we don't have need to ride across (the) district over Breidviking, but well could ride home if you don't need to ride (along) your way although you have business.”



Snorri svarar engu.

Snorri doesn't answer anything.



Riðu þeir síðan út yfir hálsana og svo út til Hofgarða og þaðan út um sanda með sæ.

They then rode out over the ridge and so out to Hofrad and from there out across a beach by the ocean.



Og er þeir komu mjög út að ósinum riðu Þorbrandssynir frá þeim og upp að Bakka.

And when they came completely out to the mouth of the river, Thorbrand's sons ride from them and up to Bakka.



Og er þeir komu að bænum hljópu þeir af baki og ætluðu inn að ganga og fengu eigi upp brotið hurðina.

And then they came to the farm, they dismounted and intended to go in and they were not able to break down (?) the door.



Hljópu þeir þá upp á húsin og tóku að rjúfa.

They then jumped up on the houses (I was expecting something singular, but this looks like the plural of the definite neuter, or am I overlooking something?) and started to break (in).



Arnbjörn tók vopn sín og varðist innan úr húsunum.

Arnbjorn took his weapon and went from within out of the houses.



Lagði hann út í gegnum þekjuna og varð þeim það skeinisamt.

He lay out in between the roofs and they were exposed to being wounded. (?)



Þetta var snemma um morguninn og var veður bjart.

This was early in the morning and the weather was sunny.



Þenna morgun höfðu Breiðvíkingar staðið upp snemma og ætluðu að ríða til skips.

This morning the Breidvikings had gotten up early and intended to ride to a ship.



En er þeir komu inn fyrir Öxlina sáu þeir að maður var í skrúðklæðum á húsum uppi á Bakka.

But when they came in over Oxlina, they saw that a man was in fine clothes at some houses up at Bakka.



En þeir vissu að það var eigi búnaður Arnbjarnar.

But they knew that it was not Arnbjarn's clothing.



Sneru þeir Björn þá þangað ferð sinni.

They, Bjorn (and the others), then turned their trip there.



En er Snorri goði vissi að Þorbrandssynir höfðu frá riðið föruneyti hans reið hann eftir þeim.

When chieftain Snorri knew that Thorbrand's sons had ridden from his crew, he rode after them.


Og er þeir komu á Bakka voru þeir sem óðastir að rjúfa húsin og þá bað Snorri þá frá hverfa og gera engan ófrið í sínu föruneyti.

And when they came to Bakka, they were as most furious to break open the houses and then asked them (to) turn away and does no hostility (?) to his company.


Og með því að þeim hafði eigi tekist inngangan þá gáfu þeir upp atsóknina sem Snorri bað og riðu síðan til skips með Snorra.

And because they had not succeeded the beginning, then they gave up the attack as Snorri asked and rode then to the ship with Snorri.