En er þetta mál kom til Steinþórs tók hann því seinlega og veik nokkuð til ráða bræðra sinna.

When this matter came to Steinthor, he took it coldly and went somewhat to his brothers' plan.



Gengu þeir þá til Þórðar blígs.

They then went to Thordar Bligs (assume that this is his nickname, but I am not sure what it means)



Og er þetta mál kom fyrir hann svarar hann svo: "Eigi mun eg þessu máli skjóta til annarra manna.

And when this case came before him, he answers thus: “I will not transfer this case to another man.



Má eg hér verða skörungur.

I can become here a notable man.



Og er það þér að segja Þorleifur hér af að fyrr skulu grónir grautardílarnir á hálsi þér, þeir er þú brannst þá er þú varst barður fyrir þremur vetrum í Noregi, en eg muni gifta þér systur mína."

And it is to you to say Thorleifr here from that before shall grow a porridge-spot on your neck, they who you burned when you were castigated for three years in Norway, but I will marry you to my sister.”


Þorleifur svarar: "Eigi veit eg hvers þar verður um auðið.

Thorleifr answers: “I don't know what falls to one's lot there.



En hvort þess verður hefnt eða eigi þá mundi eg það vilja að eigi liðu þrír vetur áður þú værir barður."

But whether this becomes avenged or not then I would want that to not endure three years before you would be beaten.”



Þórður svarar: "Óhræddur sit eg fyrir hótum þeim."

Thordr answers: “I sit unafraid before those threats.”



Um morguninn eftir höfðu þeir torfleik hjá búð Þorbrandssona og þar ganga þeir hjá Þorlákssynir.

During the next morning they had a pelting with sod by Thorbrandsons and they went there by Thorlak's sons.



Og er þeir fóru framhjá fló sandtorfa ein mikil og kom undir hnakka Þórði blíg.

And when they went by one large sandy sod's skin and (it) landed under Thord blig's neck.



Var það högg svo mikið að fótunum kastaði fram yfir höfuðið.

It was so big a blow that his feet were thrown forward over his head (that is, he was knocked head over heals).



En er hann stóð upp sá hann að Þorbrandssynir hlógu að honum mjög.

And when he stood up, he saw that Thorbrand's sons laughed at him a lot.



Sneru Þorlákssynir þá þegar aftur og brugðu vopnum.

Thorlak's sons then turned back at once and drew their weapons.



Hljópust þeir þá í mót og börðust þegar.

They then ran in return and at once fought.



Þá urðu nokkurir menn sárir en engir létust.

Then some men became wounded but none died.



Steinþór hafði eigi við verið.

Steinthor hadn't stayed with (them).



Hafði hann talað við Snorra goða.

He had spoken with chieftain Snorri.



En er þeir voru skildir var leitað um sættir og varð það að sætt að þeir Snorri og Steinþór skyldu gera um.

When they were separated it was sought concerning peace and it became that settlement that they, Snorri and Steinthor, should arbitrate.



Var þá jafnað sárum manna og frumhlaupum en bættur skakki.

People's wounds and personal assaults were then evened and disparites improved.



Og voru allir kallaðir sáttir er heim riðu.

And all who rode home were called reconciled.