Nú er að segja frá þrælum Arnkels að þeir gengu inn þá er þeir höfðu inn borið heyið og fóru af skinnstökkum sínum.

Now we must tell of Arnkell’s thralls, that they went in where they carried in the hay and took off their skin cloaks.

 

Þá vöknuðu fylgdarmenn Arnkels og spurðu hvar hann var.

Then Arnkells attendants woke up and asked where he was.

 

 

Þá var sem þrællinn vaknaði af svefni og svarar: "Það er satt," segir hann, "hann mun berjast inn á Örlygsstöðum við Snorra goða.”

Then it was as the thrall woke from sleep and answers: “It is true,” he says, “he will be fighting in at Orlygstad against chieftain Snorri.”

 

 

Þá hljópu menn upp og klæddust og fóru sem skyndilegast inn á Örlygsstaði og fundu Arnkel bónda sinn dauðan og var hann öllum mönnum harmdauði því að hann hefir verið allra menna best að sér um alla hluti í fornum sið og manna vitrastur, vel skapi farinn, hjartaprúður og hverjum manni djarfari, einarður og allvel stilltur.

Then (the) men jumped up and got dressed and went the most speedily in to Orlystad and found their master Arnkell dead, and he was of all men lamented because he has been of all men best that himself concerning all matters in the old religion and of men most wise, well tempered, of courage, and of each man bolder, more firm and very well disposed.

 

Hafði hann og jafnan hinn hærra hlut í málaferlum við hverja sem skipta var.

He also had equally the high position in lawsuits with whomever (he) was (in) disputes with.

 

Fékk hann af því öfundsamt sem nú kom fram.

He received from that (that he was) envied as now emerged.

Tóku þeir nú lík Arnkels og bjuggu um og færðu til graftar.

They now received Arnkel’s body and made their bed (or “dressed (the corpse)”?) and went to the grave.

 

Arnkell var lagður í haug við sæinn út við Vaðilshöfða og er það svo víður haugur sem stakkgarður mikill.

Arnkell was places in a cairn by the ocean out by Wading Cape and it is as expansive a cairn as a great stack-yard for hay.

 

38. kafli

 

Eftir víg Arnkels voru konur til erfðar og aðildar og var fyrir því eigi svo mikill reki að ger um vígið sem von mundi þykja um svo göfgan mann.

After Arnkel’s slaying, women were (Z. says “vera til = exist,” but I don’t see how that fits here) inheritance and prosecutor and it was before that not so great a prosecution to make concerning the slaying as one would be accustomed to thinking concerning so noble a man.

 

En þó var sæst á vígið á þingi og urðu þær einar mannsektir að Þorleifur kimbi skyldi vera utan þrjá vetur því að honum var kennt banasár Arnkels.

And though there was a settlement for the slaying at the Thing and they befell (?) only banishment that Thorleifr Kimbi should stay abroad three years because it was assigned to him Arnkel’s death wound.

 

En með því að eftirmálið varð eigi svo sæmilegt sem líklegt þótti um svo mikinn höfðingja sem Arnkell var þá færðu landsstjórnarmenn lög á því að aldrei síðan skyldi kona vera vígsakaraðili né yngri karlmaður en sextán vetra og hefir það haldist jafnan síðan.

And because the action on behalf of a person slain was not so honorable as thought likely concerning so great a leader as Arnkell was, then government men brought (i.e., created) a law to that that never since a woman should be a prosecutor in a suit for manslaughter nor a man younger than 16 years old and that has continued equally since.

 

39. kafli

 

Þorleifur kimbi tók sér fari um sumarið með kaupmönnum þeim er bjuggust í Straumfirði og var hann í sveit með stýrimönnum.

Thorleifr Kimbi himself took passage during the summer with some merchants, they who lived in Streamfirth, and he was in company with captains.