Sorry for the delay in sending. Life got in the way.
Grace

Þorkell svarar: "Sástu eigi Beini er hann stóð yfir þér með reidda öxina? Og
var það hin mesta ófæra því að þegar mundi hann keyra öxina í höfuð þér er
eg gerði mig líklegan til nokkurs."
Ríða þeir nú heim í Ljárskóga. Líður nú föstunni og kemur hin efsta vika.

76. kafli - Drukknan Þorkels
Skírdag snemmendis um morguninn býst Þorkell til ferðar. Þorsteinn latti
þess mjög "því að mér líst veður ótrúlegt," sagði hann.
Þorkell kvað veður duga mundu hið besta "og skaltu nú ekki letja mig frændi
því að eg vil heim fyrir páskana."
Nú setur Þorkell fram ferjuna og hlóð. Þorsteinn bar jafnskjótt af utan sem
Þorkell hlóð og þeir förunautar hans.
Þá mælti Þorkell: "Hættu nú frændi og heft ekki ferð vora. Eigi færð þú nú
ráðið þessu að sinni."
Þorsteinn svarar: "Sá okkar mun nú ráða er verr mun gegna og mun til mikils
draga um ferð þessa."
Þorkell bað þá heila hittast.
Gengur Þorsteinn nú heim og er ókátur mjög. Hann gengur til stofu og biður
leggja undir höfuð sér og svo var gert. Griðkonan sá að tárin runnu ofan á
hægindið úr augum honum. En litlu síðar kom vindsgnýr mikill á stofuna.
Þá mælti Þorsteinn: "Þar megum vér nú heyra gnýja bana Þorkels frænda."
Nú er að segja frá ferð þeirra Þorkels. Þeir sigla um daginn út eftir
Breiðafirði og voru tíu á skipi. Veðrið tók að hvessa mjög og gerði hinn
mesta storm áður létti. Þeir sóttu knálega ferðina og voru þeir menn hinir
röskustu. Þorkell hafði með sér sverðið Sköfnung og var það í stokki. Þeir
Þorkell sigla þar til er þeir komu að Bjarnarey. Sáu menn ferðina af
hvorutveggja landinu. En er þeir voru þar komnir þá laust hviðu í seglið og
hvelfdi skipinu. Þorkell drukknaði þar og allir þeir menn er með honum voru.
Viðuna rak víða um eyjar. Hornstafina rak í þá ey er Stafey heitir síðan.
Sköfnungur var festur við innviðuna í ferjunni. Hann hittist við
Sköfnungsey.

Grace Hatton
Hawley, PA