En er þeir komu inn á hálsbrúnina þá ærðust yxnirnir og urðu þegar lausir og hljópu þegar af hálsinum fram og stefndu út með hlíðinni fyrir ofan garð að Úlfarsfelli og þar út til sævar og voru þá sprungnir báðir.
But when they came inward to the edge of the hill, then the oxen went crazy and at once got loose and ran at once from the ridge and headed out along the mountain slope down beyond a fenced area at Ulfar’s-fell and there out to (the) sea, and they were both dead.
En Þórólfur var þá svo þungur að þeir fengu hvergi komið honum talsvert.
And/but Thorolfr was then so heavy that they were able to carry him nowhere.
Færðu þeir hann þá á einn lítinn höfða er þar var hjá þeim og jörðuðu hann þar og heitir þar síðan Bægifótshöfði.
They then brought him to a small cape which was there near them and buried him there, and there it is called Lame-foot-cape.
Lét Arnkell síðan leggja garð um þveran höfðann fyrir ofan dysina svo hávan að eigi komst yfir nema fugl fljúgandi og sér enn þess merki.
Arnkell then had a wall put across the cape down beyond the cairn so (high?) that nothing came over except a flying bird and himself only that boundary. (?)
Lá Þórólfur þar kyrr alla stund meðan Arnkell lifði.
Thorolofr lay (in the grave) there all quiet during the time while Arnkell lived.
Snorri goði lét vinna Krákunesskóg allt að einu þó að Þórólfur bægifótur hefði um vandað en það fannst á Arnkatli goða að honum þótti eigi að lögum farið hafa heimildartakan á skóginum.
Chieftain Snorri caused to work all the forest at Krakuness that alone although Thorolfr lame-foot had found fault with, and it pleased chieftain Arnkattl that he was thought by law to have taken title of the forest. (??)
Þótti honum Þórólfur hafa gert arfskot í því er hann hafði fengið Snorra goða skóginn.
It seemed to him Thorolofr has done a fraud in matters of inheritance in that when he had gotten chieftain Snorri the forest.
Það var eitt sumar er Snorri sendi þræla sína að vinna skóginn og hjuggu þeir timbur mart og hlóðu saman og fóru heim eftir það.
It was one summer that Snorri sent his thralls to work the forest, and they hewed much timber and piled (it) together and went home after that.
En er timbrið þornaði lét Arnkell sem hann mundi heim bera timbrið en það varð þó eigi en þó bað hann smalamann sinn verða varan við þá er Snorri léti sækja timbrið og segja sér.
And when the lumber dried, Arnkell made as if he would take the timber home, but that yet did not happen, and yet he asked his shepherd to respond to them which Snorri had look for the timber and tell him.
En er þurr var viðurinn sendi Snorri þræla sína þrjá að sækja viðinn.
And when the wood was dry, Snorri sent his three thralls to look for the wood.
Hann fékk til Hauk, fylgdarmann sinn, að fylgja þrælunum til styrks við þá.
He got Hawk, his follower, to follow the thralls for strength with them.
Fóru þeir síðan og bundu timbrið á tólf hesta, sneru síðan heim á leið.
They then went and tied the timber to 12 horses, then turned the way home.
Smalamaður Arnkels varð var við ferð þeirra og segir Arnkatli.
Arnkell’s shepherd happened to be along their journey and tells Arnkell.
Hann tók vopn sín og reið eftir þeim og gat farið þá út frá Svelgsá, milli og Hóla, og þegar hann kemur eftir þeim hljóp Haukur af baki og lagði til Arnkels með spjóti, kom það í skjöldinn og varð hann eigi sár.
He took his weapon and rode after them and was able to then go out from Svelsa ahd Hola, and he at once comes after them Haukr jumps from his horse and thrust at Arnkel with a spear, it landed on his (literally, “the”) shield and we didn’t become wounded.
Þá hljóp Arnkell af baki og lagði til Hauks með spjóti og kom það á hann miðjan og féll hann þar sem nú heitir Hauksá.
Then Arnkell jumped of his horse and thrust at Haukr with a spear, and it struck him in the middle and he fell (dead) there where it’s now called Hawk’s-river. (Z. miðr - G. leggr í móti atgeirinum ok kom á hann miðjan, and struck him in the middle)