Fóru Þorbrandssynir þá í brott og fyrst út til Helgafells og segja Snorra goða og beiddu hann liðveislu en Snorri goði kvaðst eigi mundu þetta mál leggja í þrætur við Arnkel með því að þeim hafði svo sleppt til tekist í fyrstunni að þeir Arnkell höfðu fyrri komið höndum á féið.
Then Thorbrand's sons went away and first out to Helgafell and (they) tell chieftain Snorri and asked him for support, but chieftain Snorri says for himself (that he) would not put this case in litigation with Arnkel in case that had so let them slip to take place at first that they, Arnkell (et al) had come hands on the money. (??) (Z. með 9 - með því at, in case that)
Þorbrandssynir kváðu hann eigi mundu meira stjórna ef hann hirti eigi um slíkt.
Thorbrand's sons said he would not govern (any) more if he didn't chastise concerning such.
Þetta haust eftir hafði Arnkell inni haustboð mikið en það var vandi hans að bjóða Úlfari vin sínum til allra boða og leiða hann jafnan með gjöfum út.
This fall after Arnkell had a large autumn feast inside and that was his responsibility to invite his friend Ulfar to all banquets and equally lead him with gifts (as he goes) out.
Þann dag er menn skyldu frá boðinu fara af Bólstað reið Þórólfur bægifótur heiman.
That day when people should go from the banquet from Bolstad, Thorolfr "lamefoot) rode from home.
Hann fór að finna Spá-Gils vin sinn, hann bjó í Þórsárdal á Spá-Gilsstöðum, og bað hann ríða með sér inn á Úlfarsfellsháls.
He went to meet Spa-Gils his friend; he lived in Thorsardale at Spa=Gil's-stad, and asked him to ride with him in to Ulfar's-fell's-ridge (?).
Þræll Þórólfs fór með honum.
Thorolf's thrall went with him.
Og er þeir komu inn á hálsinn þá mælti Þórólfur: "Þar mun Úlfar fara frá boðinu og meiri von að hann hafi gjafir sæmilegar með að fara.
And when they came in to the ridge, the Thorolffur said: "Ulfar will go there from the banquet and more hope that he has costly gifts to go with (him).
Nú vildi eg Spá-Gils," segir hann, "að þú færir mót honum og sætir fyrir honum undir garðinum að Úlfarsfelli og vil eg að þú drepir hann.
Now, I wanted, Spa-Gils," he says, "that you move against him and sit in ambush for him below the fence at Ulfar's-fell, and I want that you slay him.
En þar til vil eg gefa þér þrjár merkur silfurs og eg skal bótum upp halda fyrir vígið.
And thereto I will give you three marks of silver, and I shall discharge compensation for the slaying.
En þá er þú hefir drepið Úlfar skaltu taka af honum gripi þá er hann hefir þegið af Arnkatli.
And when you have killed Ulfar, you shall take from him the valuable treasure which he has received from Arnkatl.
Þú skalt hlaupa út með Úlfarsfelli til Krákuness.
You shall run out along Ulfar's-fell to Krakuness.
En ef nokkurir menn fara eftir þér, lát þá skóginn hlífa þér.
And if some men go after you, then let the forest protect you.
Far síðan á minn fund og svo skal eg til sjá að þig skal eigi saka."
Go then to meet me, and I shall so see to (it) that (they) you shall not do you harm."
En með því að Spá-Gils var ómegðarmaður og mjög féþurfi þá tók hann við flugu þessi og fór utan undir túngarðinn að Úlfarsfelli.
And in case that Spa-Gils was a (ómegðarmaður?) and much in need of money, he took with this flying and went outside below (túngarðinn?) to Ulfar's-fell.
Sá hann þá að Úlfar gekk neðan frá Bólstað og hafði skjöld góðan er Arnkell hafði gefið honum og sverð búið.
He then saw that Ulfar went down from Bolstad and had (the) good shield which Arnkell ahd given him and an inlaid sword.
Og er þeir fundust beiddist Spá-Gils að sjá sverðið.
And when they met, Spa-Gils asked to see the sword.
Hann hældi Úlfari mjög og kvað hann vera göfgan mann er hann þótti þess verður að þiggja hinar sæmilegustu gjafir af höfðingjum.
He praised Ulfar much and said him (to) be a worshipping (?) man, which he thought that worthy to receive the most honorable gifts from the chieftain.
Úlfar vatt við skegginu og seldi honum sverðið og skjöldinn.
Ulfar turned toward the forest and handed him the sword and the shield.
Gils brá þegar sverðinu og lagði í gegnum Úlfar.
Gils at once drew the sword and thrust through Ulfar.
Eftir það hljóp hann út með Úlfarsfelli til Krákuness.
After that he ran out along Ulfar's-fell to Krakuness.