Þá kvað Halli vísu þessa:
Hvert hafið, Gerðr, of görva,
gangfögr liðar hanga,
ljúg vætr að mér, leygjar,
línbundin, för þína,
því að í vetr, hin vitra,
vangs, sákat þig ganga,
hirðidís, frá húsi,
húns, skrautlegar búna.
Þá kvað Leiknir:
Sólgrund Siggjar linda
sjaldan hefr of faldið
jafnhátt, öglis stéttar
elds nú er skart á þellu.
Hoddgrund, hvað býr undir,
Hlín, oflæti þínu,
hýrmælt, hóti fleira,
hvítings, en vér lítum?