Síðan gengu þeir á fjallið upp og sátu þar á tali allt til kvelds.
Then they went up to the mountain and sat there talking all until evening.
Vissi það engi maður hvað þeir töluðu.
No man knew what they discussed.
Síðan reið Styr heim.
Then Styr rode home.
Um morguninn eftir gengu þeir Halli á tal.
During the next morning they go to talk to Halli. (or "they, Halli and others go to talk."?)
Spyr Halli Styr hvern stað eiga skal hans mál.
Halli asks Styr what place will have his talk.
Styr svarar: "Það er mál manna að þú þykir heldur félítill eða hvað skaltu til þessa vinna með því að þú hefir eigi fé fram að leggja?"
Styr answers: "This is man's talk that you think rather poor or what will you work in order to order to obtain (the marriage) with because you don't have money to put forward?" (Z. vinna 12 - vinna e-t til e-s, to do one thing in order to obtain or effect another)
Halli svarar: "Til mun eg vinna það er eg má en eigi tek eg þar fé er eigi er til."
Halli answers: "I will do that where I can, but I don't take money there where it doesn't exist." (Z. til 8 vera til, to exist)
Styr svarar: "Sé eg," sagði hann, "að það mun þér mislíka ef eg gifti þér eigi dóttur mína.
Styr answers: "I see," he said, "that you will dislike that if I didn't give my daughter in marriage to you.
Nú mun eg gera sem fornir menn að eg mun láta þig vinna til ráðahags þessa þrautir nokkurar."
Now I will do as men of old (in) that I will let do some somewhat hard tasks in order to obtain this marriage."
"Hverjar eru þær?" segir Halli.
"What are they?" says Halli.
"Þú skalt ryðja," segir Styr, "götu yfir hraunið út til Bjarnarhafnar og leggja hagagarð yfir hraunið mill landa vorra og gera byrgi hér fyrir innan hraunið.
"You shall clear," says Styr, "a path over the lava field out to Bjarnarhafnar and place a fence across the lava field between (mill=between?) our land and make a fence inside the lava field.
En að þessum hlutum fram komnum mun eg gifta þér Ásdísi dóttur mína."
When this thing is performed I will give you my daughter Asdisi in marriage."
Halli svarar: "Eigi er eg vanur til vinnu en þó mun eg undir þetta játtast ef eg skal þá auðveldlega komast að ráðahagnum."
Halli answers: "It is not (that) I am accustomed to work although I will engage myself (in) this if I shall then easily procure this marriage."
Styr kvað þá þessu kaupa mundu.
Styr then said (it) would make an agreement (about) this.
Eftir þetta tóku þeir að ryðja götuna og er það hið mesta mannvirki.
After this they begin to ride the path and that is the greatest work.
Þeir lögðu og garðinn sem enn sér merki.
They also built the fence as still is seen (as) a boundary.
Og eftir það gerðu þeir byrgið.
And after that they made the fence.
En meðan þeir voru að þessu verki lét Styr gera baðstofu heima undir Hrauni og var grafin í jörð niður og var gluggur yfir ofninum, svo að utan mátti á gefa, og var það hús ákaflega heitt.
And while they were at this work, Styr had a bathroom made at home below Hrauni and it was dug down in the earth and an opening was over the ovens, so that (one) was able to pass from the outside, and that was a house hotly heated.
Og er lokið var mjög hvorutveggja verkinu, var það hinn síðasta dag er þeir voru að byrginu, þá gekk Ásdís Styrsdóttir hjá þeim en það var nær bænum.
And when locked it was much each worked, it was the last day when they were at the end, then Asdis, daughter of Styr, went near them and that was near the farms.
Hún hafði tekið sinn besta búnað.
She had taken her best dress.
En er þeir Halli mæltu við hana svarar hún engu.
And when they, Halli (and one or more others) spoke with her, she answers nothing.