Arnkatli brá mjög við þetta og hratt henni frá sér og mælti: "Far brott," segir hann, "og seg svo frændum Vigfúss að þeir skjöplist eigi meir í liðveislunni móti Snorra goða en eg mun í fyrirvist málanna.
Arnkatli startled greatly with this and pushed her from himself and said: "Go away," he says, "and so tell kinsman Vigfuss that they don't give way more in support against chieftain Snorri than I will in leading.
En svo segir mér hugur um hversu sem þetta mál fer að fyrr leggi þeir undir land en eg.
And so foreboding tells me concerning how as this matter goes that they would sooner lie under ground than I.
En sé eg að þetta eru ráð Vermundar er þú ferð nú með en eigi mun hann þurfa að eggja mig fram hvar sem við mágar erum staddir."
And I would be that this was Vermundar's advice that you no go with and he will not have need to goad me from where as we inlaws are a strength of mind." (?)
Síðan fór Þorgerður heim.
Then Thorgerdur went home.
Leið veturinn.
The winter passed.
En um vorið bjó Arnkell mál um víg Vigfúss á hendur þeim mönnum öllum er til vígs höfðu farið nema Snorra goða en Snorri lét til búa fjörráðamál við sig og áverkamál Más til óhelgi Vigfúsi og fjölmenntu hvorirtveggju til Þórsnessþings og veittu allir Kjalleklingar Arnkatli og urðu þeir fjölmennari.
And during the spring Arnkell brought suit concerning Vigfuss's slaying at the hands of all the men who had gone to (the) slaying except chieftain Snorri, and granted Snorri (to) prepare a case for plotting against one's life with him and an action concerning Mas's wound to the state of Vigfuss's being outlawed and many people either at the Thorness Assembly and all assisted Arnkatl's Kjalleklingars and they became a great number of people.
Hélt Arnkell fram þessum málum með mikilli freku.
Arnkell supported this matter with much rigor. (Z. halda fram = to uphold, support) (don't think this applies: Z. með freku, harshly)
Og er málin komu í dóm gengu menn að og voru málin í gerð lagin með umgangi og sættarboðum góðgjarnra manna og kom svo að Snorri goði gekk til handlaga fyrir víg Vigfúss og voru þá gervar miklar fésektir.
And when the case came to court, people agreed, and the suit was settled in arbitration with management and an offer of terms of kind people and it came so that chieftain Snorri went to joining hands over Vigfuss's slaying and many fines were made. (Z. ganga 15 - ganga at e-u, to agree to, accept a choice or offer)
En Már skyldi vera utan þrjá vetur.
But Mas should be (made to go) abroad from Iceland (for) 3 years.
En Snorri galt fé upp og lauk svo þinginu að þar var sæst á öll mál.
And Snorri paid up (the) money, and the Assembly so ended that there was reconciliation in all matters.
28. kafli
Nú gerðist það næst til tíðinda, sem fyrr er ritað, að berserkir voru með Styr.
Now that thereupon became news, as previously was written, that the berserkers were with Styr.
Og er þeir höfðu þar verið um hríð slóst Halli á tal við Ásdísi dóttur Styrs.
And when they had been a while, Halli entered into a conversation with Styr's daughter Asdisi. (Z. slá 8 - slást á tal við e-n, to enter into conversation with)
Hún var ung kona og sköruleg, ofláti mikill og heldur skapstór.
She was a young woman and fine, very vain and rather proud-minded.
En er Styr fann tal þeirra þá bað hann Halla eigi gera sér svívirðing eða skapraun í því að glepja dóttur hans.
But when Styr noticed their talking, then he asked Halli to not adjudge himself a disgrace or an annoyance in that to beguile his daughter. (Z. gøra 10 - gøra sér e-t, to adjudge to oneself)
Halli svarar: "Það er þér engi svívirðing þó að eg tali við dóttur þína.
Hallie answers: "That is to you no disgrace even though I should speak with your daughter.
Vil eg það og eigi gera til vanvirðu við þig.
I want that also not to make a disgrace against you.
Er þér það skjótt af að segja að eg hefi svo mikinn ástarhug til hennar fellt að eg fæ það eigi úr hug mér gert.
To you that is quick to say that I have felt so much love for her that I would not get that from desire given to me.