Helgi mælti: "Enn skal þessi hinn gamli þora að sjá í mót vopnum" og fleygði öxinni að Þorgísli og kom öxin á fót honum og varð það mikið sár.
Helgi said: "Still this old one shall dare to look against weapons" and flung the axe at Thorgisli and the axe hit his foot and it was a large wound.
Og er Bolli sá þetta þá hleypur hann að Helga og hafði í hendi Fótbít og lagði í gegnum Helga.
And when Bolli saw this, then he moves against Helgi and had in his hand Leg-biter and thrust it through Helgi.
Var það banasár hans.
That was his death-wound.
Þeir fylgdarmenn Helga hlaupa þegar úr selinu og svo Harðbeinn.
They, Helgi's followers, run at once out of the hut and so (does) Hardbeinn.
Þorleikur Bollason víkur í móti Eyjólfi.
Thorleikru Bollason turns against Eyjolf.
Hann var sterkur maður.
He was a strong man.
Þorleikur hjó til hans með sverði og kom á lærið fyrir ofan kné og tók af fótinn og féll hann dauður til jarðar.
Thorleikur hacked at him with (his) sword, and (it) landed on his leg above the knee and took off his leg, and he fell to the ground dead.
En Húnbogi hinn sterki hleypur í móti Þorgilsi og hjó til hans með öxi og kom á hrygginn og tók hann sundur í miðju.
And Hunbogi the strong goes against Thorgils and hacked at him with an axe, and it landed on his backbone, and it cut him apart in the middle.
Þórður köttur var nær staddur þar er Harðbeinn hljóp út og vildi þegar ráða til hans.
Thordr "the cat" was present there when Hardbeinn went out and wanted at once to attack him. (Z. ráða 16 ráða til e-s, to rush in upon, attack)
Bolli hleypur til er hann sá þetta og bað eigi veita Harðbeini skaða: "Skal hér engi maður vinna klækisverk og skal Harðbeini grið gefa."
Bolli moves to where he saw this and asked to give no harm to Hardeinn: "Here no man shall do base work and shall give quarter to Hardbeinn." (Z. skaða - e-n skaðar ekk i, it does one no harm or damage)
Helgi átti annan son er Skorri hét.
Helgi had another son who was named Skorri.
Sá var að fóstri á Englandi í Reykjardal hinum syðra.
He was a foster-relative in England in Smoke-Valley the most south.
65. kafli
Heimkoma þeirra bræðra
Eftir þessi tíðindi ríða þeir Þorgils í brott og yfir hálsinn til Reykjardals og lýstu þar vígum þessum, riðu síðan hina sömu leið vestur sem þeir höfðu vestan riðið, léttu eigi sinni ferð fyrr en þeir komu í Hörðadal.
After this news, they, the Thorgils, ride away and over the ridge to Smoke-valley and give notice of these slayings, ride next the same path west as they had ridden from the west, don't stop their journey before they came to Hordadale.
Þeir segja nú þessi tíðindi er gerst höfðu í för þeirra.
They now tell the news that had happened previously to them.
Varð þessi ferð hin frægsta og þótti þetta mikið stórvirki er slíkur kappi hafði fallið sem Helgi var.
This trip became the most famous and this was thought very great achievements as such zeal had suited as Helgi was.
Þorgils þakkar mönnum vel ferðina og slíkt hið sama mæltu þeir bræður Bollasynir.
Thorgils thanks them men well for the trip and such the same said the brothers (who were) the sons of Bolli.
Skiljast þeir menn nú er í ferð höfðu verið með Þorgísli.
The men part now who had been on the trip with Thorgisl.
Lambi ríður vestur til Laxárdals og kemur fyrst í Hjarðarholt og sagði þeim frændum sínum innilega frá þessum tíðindum er orðið höfðu í Skorradal.
Lambi rides west to Laxardale and comes first to Hjardarhold and told his kinsmen every little detail (Z. has "minutely," but I think "every little detail" sounds better) about this news which had occurred in Skorradale.
Þeir létu illa yfir hans ferð og töldu mjög á hendur honum, kváðu hann meir hafa sagst í ætt Þorbjarnar skrjúps en Mýrkjartans Írakonungs.
They expressed disapproval over his trip and blamed him (lit., "his hands") much, said he more has more declared of himself in weak Thorbjorn's family than Irish King Myrkjartan's. (Z. telja 5 telja á e-n, to rebuke, blame)