"Annað mál er það," sagði Styr, "að eg leysi vandræði þitt en hitt að þiggja menn þessa af þér í vingjöf og það vil eg eigi.
"It is another matter," said Styr, "that I solve your difficulty, and that to accept these men from you in a friendly gift I also don't want.
En vandræði þitt er engi maður jafnskyldur að leysa sem eg ef okkur þykir einn veg báðum."
But no man is equally-bound to solve your difficulty as I if we two both think the same way. (Z. vegr 3 - einn veg, one way, in the same way)
En þó að Styr mælti svo um þá kaus Vermundur að Styr tæki við berserkjunum og skilja þeir bræður nú með kærleik.
Although Styr spoke so concerning them, Vermundr chose that Styr receive the berserkers and the brothers now part with affection.
Fór Styr þá heim og berserkirnir með honum og voru þeir þess eigi fúsir í fyrstu og kalla Vermund eigi eiga að selja sig né gefa sem ánauðga menn en þó kalla þeir nær sínu skapi að fylgja Styr en Vermundi.
Styr went home and the berserkers with him, and they were not willing at first and say Vermund wasn't entitled to (either) sell nor give as bondage men although they say (it is) in accordance with their mood to follow Styr than Vermundr.
Og fóru þeirra skipti mjög líklega fyrst.
And their dispute went much likely first. (??)
Þá voru berserkirnir með Styr er hann fór vestur um fjörð að drepa Þorbjörn kjálka er bjó í Kjálkafirði.
Then the berserkers were with Styr when he went west over (the) fiord to kill "jaw-bone" Thorbjorn who lived in Jaw-bone-firth.
Hann átti lokrekkju sterka gerva af timburstokkum og brutu berserkirnir þegar upp svo að af gengu nafarnar fyrir utan, en þó varð Styr banamaður Þorbjarnar kjálka.
He had a strong locked bed closet made of timber stock and the berserkers at once forced (it) open so that the gimlets went from outside, yet Styr became "jaw-bone" Thorbjorn's killer.
26. kafli
Það haust er berserkirnir komu til Styrs varð það til tíðinda að Vigfús í Drápuhlíð fór til kolgerðar þangað sem heita Seljabrekkur og með honum þrælar hans þrír.
The fall when the berserkers came to Styr it happened (as) to news that Vigfus in Drapuhlid went to charcoal-making there where is named Seljabrekkr and with him his three thralls.
Einn hét Svartur hinn sterki.
One was named Black the strong.
Og er þeir komu í skóginn mælti Vigfús: "Allmikill harmur er það, og svo mun þér þykja Svartur, er þú skalt vera ánauðigur maður svo sem þú ert sterkur og drengilegur að sjá."
And when they came to the forest, Vigrus said: "It is a great sorrow, and so will you think, Svartr, when you will be an enslaved man such as you are strong and valiant to see."
"Víst þykir mér mikið mein að því," segir hann, "en eigi er mér það sjálfrátt."
"It seems to me probably much harm to that," he says, "but it isn't my fault." (Z. sjálfráðr 3 - e-m er e-t sjálfrátt, one's own fault)
Vigfús mælti: "Hvað viltu til vinna að eg gefi þér frelsi?"
Vigfus said: "What will you do in exchange that I give you (your) freedom?" (Z. vinna 12 vinna e-t til e-s, to do one thing in order to obtain or effect another)
"Eigi má eg það með fé kaupa, því að eg á ekki, en þá hluti er eg má mun eg enga til spara."
"I cannot buy it with money, because I don't have (any), but the part which I can, I will (have) none to spare."
Vigfús mælti: "Þú skalt fara til Helgafells og drepa Snorra goða en eftir það skaltu sannlega fá frelsi þitt og þar með góða kosti er eg skal veita þér."
Vigfus said: "You shall go to Helgafell and slay chieftain Snorri, and after then you will truly get your freedom and therewith good provisions which I will give you."
"Því mun eg eigi til leiðar koma," segir Svartur.
"I will not bring that about," says Svartr. (Z. leið 4 - koma e-u til leiðar or á leið, to bring about)
"Eg skal ráð til setja," segir Vigfús, "það er þetta skal framkvæmt verða mannhættulaust."
"I will contrive a plan for (that)," says Vigfus, "that is this will become efficacious without danger of life." (Z. setja 3 - ráð, ráðagørð, to set on foot (contrive) a plan, plot)
"Heyra vil eg það," segir Svartur.
"I want to hear that," says Svartr.