Og er þeir voru á brott farnir kvað Þórarinn vísu:
And when they were gone away, Thorarinn said this verse:

Erat sem gráps fyr glæpi,
(Erat?) as arrow's before a crime,

grund fagrvita mundar,
a field fair-conscience

fúra fleygiáru
fire's make fly

frænings lögum ræni
(frænings?) laws pillage

ef sannvitendr sunnu,
if truly-wise (?) sun,

sé eg þeira lið meira,
I see their more people,

oss megni goð gagni,
God can help us,

Gauts þekju mig sekja.
Odin's thatch fines me

Snorri goði reið upp um háls til Hrísa og svo til Drápuhlíðar og um morguninn út til Svínavatns og svo til Hraunsfjarðar og þaðan, sem leið liggur, út til Tröllaháls og létti eigi ferðinni fyrr en við Salteyrarós.
Chieftain Snorri rode up around ridge to Hrisa and so to Drapuhlidar and during the morning out to Swine-water and so to Hraunsfjardar and from there, as the path lies, out to Giant's-ridge and didn't stop his journey before (he was) at Salteyraros.

En er þeir komu þar varðveittu sumir Austmennina en sumir brenndu skipið og riðu þeir Snorri goði svo heim, að þetta allt var gert.
And when they came there (they) observed some Norwegians and some burned the ship and they, chieftain Snorri (and others), so rode home, that this was all done.

Arnkell spyr þetta, að Snorri hefir brennt skipið.
Arnkell learns this, that Snorri has burned the ship.

Þá gengu þeir á skip Vermundur og Þórarinn með nokkura menn og reru vestur um fjörð til Dögurðarness.
Then they, Vermundr and Thorarinn with several men, went to the ship and rowed west around the fiord to Dogurdarness.

Þar stóð skip uppi er Austmenn áttu.
There the ship that the Norwegians owned was left standing.

Þeir Arnkell og Vermundur keyptu það skip og gaf Arnkell Þórarni hálft skipið en Vermundur bjó sinn hluta.
They, Arnkell and Vermundr, bought the ship and Arnkell gave Thorarinn half the ship and Vermundr made ready his part.

Þeir fluttu skipið út í Dímun og bjuggu þar.
They moved the ship out to Dimun and resided there.

Sat Arnkell þar við til þess er þeir voru búnir og fór síðan með þeim út um Elliðaey og skildu þar með vináttu.
Arnkell sat there with to that when they were ready and then went with them out around Ellidaey and they parted with friendship.

Sigldu þeir Þórarinn á haf en Arnkell fór heim til bús síns og lagðist sá orðrómur á að þessi liðveisla þætti hin skörulegasta.
They, Thorarinn (and others), sailed to sea, and Arnkell went home to his farm and was started the rumor to that, this support was thought the bravest.

Snorri goði fór til Þórsnessþings og hélt fram málum sínum.
Chieftain Snorri went to the Thorness assembly and supported his case. (Z. halda – halda fram, to uphold, support)

Varð Þórarinn þar sekur og allir þeir er að vígum höfðu verið en eftir þingið heimti Snorri sér slíkt er hann fékk af sektarfé og lauk svo þessum málum.
Thorarinn became (i.e., "was") convicted there and all they who had been at the slaying, and after the assembly Snorri recovered for himself such what he got from property confiscated from outlaws and so finished these matters.