Það kann og vera ef á þingreiðina er hætt að vandræðin aukist ef málin eru með ofurkappi varin.
It can also be to the riding to parliament is a custom that the difficulties get added if the case was enclosed with excessive zeal.
Hinn er annar kostur," segir hann, "að leggja á allan hug að þér komist utan með lausafé yðvart en þá leikist um lönd sem auðið er, þau sem eigi verða seld."
The other alternative is," he says, "to take all pains that you go abroad with your wealth and then to be performed concerning land as is fallen to our lot, they as does not become delivered." (Z. leggja 14 - l. stund, kapp, hug á e-t, to take pains about, great interest in, a thing
Þeirrar liðveislu var Álfgeir fúsastur.
Their support, Alfgeir, was willing. (Or is "willing" the nickname?)
Þórarinn kvaðst og eigi sjá efni sín til að bæta sakir þær allar með fé er gerst höfðu í þessum málum.
Thorarinn said for himself also not to see his reason to improve things they all with money who had done in this case.
Vermundur kvaðst eigi mundu skilja við Þórarin, hvort er hann vildi að hann færi utan með honum eða veita honum vígsgengi hér á landi.
Vermundr said for himself (that he) would not part with Thorarin, if (it) is (that) he wanted that he would go abroad with him or support him in battle here in Iceland.
En Þórarinn kaus að Arnkell veitti þeim til utanferðar.
And Thorarinn chose that Anrkell permitted them to travels abroad.
Síðan var maður sendur út á Eyri til Bjarnar stýrimanns að hann skyldi allan hug á leggja að búa skip þeirra sem fyrst mátti hann.
Then a man was sent out to in Eyri to captain Bjarnar that he should take pains about preparing themselves as he first could.
22. kafli
Nú skal segja frá Snorra goða að hann tók við eftirmáli um víg Þorbjarnar mágs síns.
Now it shall be told concerning chieftan Snorri that he received and action on behalf of a person slain concerning his inlaw Thorgjarn's killing.
Hann lét og Þuríði systur sína fara heim til Helgafells því að sá orðrómur lék á að Björn, sonur Ásbrands frá Kambi, vendi þangað komur sínar til glapa við hana.
He also caused his sister Thurid to go home to Helgafell because the public opinion rumored that Bjorn, a son of Asbrand from Kambi,
Snorri þóttist og sjá allt ráð þeirra Arnkels, þegar hann spurði skipbúnaðinn, að þeir mundu eigi ætla fébótum uppi að halda eftir vígin við það að engar voru sættir boðnar af þeirra hendi.
Snorri thought and saw all their, the Arnkels, advice; at once he asked about the ship's fittings, that they would not intend to support an offer of money after the slaying with that to no one were settlements offered from their side.
En þó var kyrrt allt framan til stefnudaga.
Yet it was all quiet until the day of summons. (Z. framan 2 - franan til (= fram til), up to, until)
En er sá tími kom safnar Snorri mönnum og reið inn í Álftafjörð með átta tigu manna því að það voru þá lög að stefna heiman vígsök svo að vegendur heyrðu eða að heimili þeirra og kveðja eigi búa til fyrr en á þingi.
When that time came, Snorri gathered men and rode in to Alftafiord with 79 men because that was then a law to bring a case from home a suit of manslaughter so that a killer heard or at their home, and said not to prepare previously than to the assembly.
En er ferð þeirra Snorra var sén af Bólstað þá ræddu menn um hvort þegar skyldi sæta áverkum við þá því að fjölmennt var fyrir.
And when their, Snorri's (and the others'), journey was seen from Bolstad, then people talked about whether at once (they) should expose (themselves) to bodily injury with them because of the crowd that was in front (of them).
Arnkell segir að eigi skal það vera "og skal þola Snorra lög," segir hann og kvað hann það eitt að gera svo búið er nauðsyn rak til.
Arnkell says that it shall not be that "and Snorri shall have the benefit of the law," he says and he said that alone to do so fitted out is necessity drove to. (Z. þola 2 - þola eigi lög, not to bear the law; eigi skal þat, ok skal þ. Snorra lög, S. shall have the benefit of the law)
Og er Snorri kom á Bólstað voru þar engi áköst með mönnum.
And when Snorri came to Bolstad there was no ( áköst?) with men.
Síðan stefndi Snorri Þórarni til Þórsnessþings og þeim öllum er að vígum höfðu verið.
Then Snorri called Thorarin and all them to the Thorness-assembly who had been at the fight.
Arnkell hlýddi vel stefnunni.
Arnkell obeyed well the summjons.
Eftir það riðu þeir Snorri í brott og upp til Úlfarsfells.
After that they, Snorri (and crew), rode away and up to Wolf's-fell.