20. kafli
Geirríður húsfreyja í Mávahlíð sendi þau orð inn á Bólstað að hún var þess vís orðin að Oddur Kötluson hafi höggið höndina af Auði, kallaðist hafa til þess orð hennar sjálfrar og svo kvað hún Odd hafa því hælst fyrir vinum sínum.
Housewife Geirridur in Mavahlid sent them word in to Bolstad that she had become that certain that Oddur Kotluson had hacked off Aud's hand, said for herself to have to the report of herself and she so told Odd has therefore boasted before his friends.

Og er þeir Þórarinn og Arnkell heyrðu þetta riðu þeir heiman við tólfta mann út til Mávahlíðar og voru þar um nótt.
And when they, Thorarinn and Arnkel, heard this, they rode from home with 10 others out to Mavahlidar and stayed there during the night.

En um morguninn riðu þeir út í Holt og er sén ferð þeirra úr Holti.
And during the morning, they rode out to Hold and their journey is seen out of Holt.

Þar var eigi karla fyrir fleira en Oddur.
There, (there) was no men beyond Oddur.

Katla sat á palli og spann garn.
Katla sat on a step and spun yarn.

Hún bað Odd sitja hjá sér "og ver hljóður og kyrr."
She asked Oddur (to) sit beside her "and be silent and quiet."

Hún bað konur sitja í rúmum sínum "og verið hljóðar," kvað hún, "en eg mun hafa orð fyrir oss."
She asked (the) women (to) sit in their seats "and be quiet," she said, "and I will have a message for us."

Og er þeir Arnkell komu gengu þeir inn þegar og er þeir komu í stofu heilsaði Katla Arnkatli og spurði að tíðindum.
And when they, Arnkell (et al), came, they went in at once and when they came to (the) sitting room, Katla greeted Arnkell and asked for news (asked what's happening).

Arnkell kvaðst engi segja og spyr hvar Oddur sé.
Arnkell said for himself (to) say nothing and asks where Oddur is.

Katla kvað hann farinn suður til Breiðavíkur "og mundi hann eigi forðast fund þinn ef hann væri heima því að vér treystum þér vel um drengskapinn."
Katla said he (had) gone south to Breidavikur "and he would not avoid meeting you if he were at home because we trust you well concerning high-mindedness."

"Vera má það," segir Arnkell, "en rannsaka viljum vér hér."
"That can (may) be," says Arnkell, "but we wanted to search here."

"Það skal sem yður líkar," segir Katla og bað matselju bera ljós fyrir þeim og lúka upp búri "það eitt er hús læst á bænum."
"That shall (you do) as you like," says Katla and asked a housekeeper to carry a light before them and open up the pantry "that one which (the) house locked at farms." (?)

Þeir sáu að Katla spann garn af rokki.
They saw that Katla spun yarn from a distaff.

Nú leita þeir um húsin og finna eigi Odd og fóru brott eftir það.
Now they examine the houses and don't find Oddr and go away after that.

Og er þeir komu skammt frá garðinum nam Arnkell staðar og mælti: "Hvort mun Katla eigi hafa héðni veift um höfuð oss?
And when they came a short distance from the yard, Arnkell stopped and said: "Will Katla not have pulled the wool over our eyes? (Z. staðr 1 - nema stað or staðar, to stop) (CV HÉÐINN I - veifa héðni at höfði e-m, to wrap a skin round one's head, to hoodwink one)

Og hefir þar verið Oddur sonur hennar er oss sýndist rokkurinn."
And hasn't her son Oddr been there where the distaff appeared to us."

"Eigi er hún ólíkleg til," segir Þórarinn, "og förum aftur."
"She is not unlikely to (have done so)," says Thorarinn, "and back we go."

Þeir gerðu svo.
They did so.

Og er sást úr Holti að þeir hurfu aftur, þá mælti Katla við konur: "enn skuluð þér sitja í rúmum yðrum en við Oddur munum fram ganga."
And when it was seen from Holti that they turned back, then Katla spoke to a woman: "you should still sit in your rooms, but with Oddr will step forward."

En er þau koma fram um dyr gekk hún í öndina gegnt útidyrum og kembir þar Oddi syni sínum og sker hár hans.
And when they appeared at (the) doorway, she went in the (breath? duck? ??) along the outerdoors and there combs her son Oddur and cuts his hair.