Illugi þakkaði Snorra goða sína liðveislu og bauð honum fyrir fé en hann kveðst eigi vildu laun fyrir hina fyrstu liðveislu.
Illugi thanked cheiftain Snorri for his support and offered him money but he said for himself not to want payment for the first help.

Þá bauð Illugi honum heim með sér og það þá Snorri og fékk hann þá góðar gjafir.
Then Illugi invited him home with him and Snorri (did) that then and he received then good gifts.

Voru þeir Snorri og Illugi þá vinir um hríð.
They, Snorri and Illugi, were then friends while.

18. kafli

Þetta sumar andaðist Þorgrímur Kjallaksson en Vermundur mjóvi sonur hans tók þá við búi í Bjarnarhöfn.
This summer Thorgrimr Kjallakson breathed his last and Vermundir the slim received a farm in Bjarnarhofn.

Hann var vitur maður og stundar heilráður.
He was a wise man and very giving wholesome counsel.

Styr hafði þá og búið um hríð undir Hrauni inn frá Bjarnarhöfn.
Styr had then also lived a while below Hraun inward from Bjarnarhofn.

Hann var vitur maður og harðfengur.
He was a wise man and valiant.

Hann átti Þorbjörgu, dóttur Þorsteins hreggnasa.
He married Thorbjorg, a daughtrt of Thorstein "the storm."

Þorsteinn og Hallur voru synir þeirra.
Thorstein and Hallr were their sons.

Ásdís hét dóttir þeirra, drengileg kona og heldur skapstór.
Their daughter was named Asdis, a noble woman and rather proud-minded.

Styr var héraðríkur og hafði fjölmennt mjög.
He was a person of influence in his district and had many followers.

Hann átti sökótt við marga menn því að hann vó mörg víg en bætti engi.
He had quarrels with many people because he slayed many a man, but didn't compensate anyone.

Þetta sumar kom út skip í Salteyrarósi og áttu hálft norrænir menn.
This summer a shipn came out (to Iceland) to Salteyrarosi and Norwegian men owned half.

Hét Björn stýrimaður þeirra.
Bjorn was the name of their captain.

Hann fór til vistar á Eyri til Steinþórs.
He went to stay with Steinthor in Eyri.

Hálft skipið áttu suðureyskir menn og hét Álfgeir stýrimaður þeirra.
Men of Hebrides owned half the ship and their captain was named Alfgeir.

Hann fór til vistar í Mávahlíð til Þórarins svarta og félagi hans með honum er Nagli hét, mikill maður og fóthvatur.
He went to stay with Thorarin Black in Mavahlid, and his crew with who is named Nagli, a large man and fleet of foot.

Hann var skoskur að kyni.
He was Scottish by ancestory.

Þórarinn átti víghest góðan á fjalli.
Thorarinn had a good fighting horse in the mountains.

Þorbjörn digri átti og stóðhross mörg saman er hann lét standa í fjallhögum og valdi af hross um haustum til sláturs.
Thorbjorn the stout also owned many horses togrther which he let rest in mountain pastures and selected from (the) horses during the fall for meat.


Þetta haust gerðist það til tíðinda að eigi fundust hross Þorbjarnar og var víða leitað en haustið var heldur veðurhart.
This fall it became news that Thorbjarn's horses were not found and were searched for widely but the fall was rather marked br hard weather.


Í öndverðan vetur sendi Þorbjörn Odd Kötluson suður um heiði undir Hraun.
In the beginning of winter Thorbjorn sent Oddr Kotluson south around a heath below Hraun.

Þar bjó sá maður er Spá-Gils hét.
A man lived there whose name was Spa-Gils.

Hann var framsýnn og eftirrýningamaður mikill um stuldi eða þá hluti aðra er hann vildi forvitnast.
He was prophetic and a great one clever at detecting what is unknown concerning theft or the other matters that he would inquire about.

Oddur spyr hvort hrossum Þorbjarnar höfðu stolið útlendir menn eða utanhéraðsmenn eða nábúar hans.
Oddr asks whether foreign people or people from other districts or his neighbors had stolen Thorbjarn's horses.

Spá-Gils svarar: "Segðu svo Þorbirni sem eg mæli að eg hygg að hross hans muni eigi langt gengin úr högum þeirra en vant er á menn að kveða og er betra að missa síns en stór vandræði hljótist af."
Spa-Gils answers: "Tell Thorbjarn such as I say that I think that his horses would not have gone a long ways out of their pastures than accustomed which to men to state is better to lose his (horses) than undergo a big trouble.