Some challenging spots in this passage for me....

Börkur hugsar þetta mál og hugðist svo að Snorri mundi eigi lausafé hafa að gefa við landinu ef skjótt skyldi gjalda og lagði hálft landið fyrir sex tigu silfurs og tók þó af áður eyjarnar því að hann hugðist litlu verði þær mundu fá en Snorri fengi aðra staðfestu.
Borkr thinks about this matter and thought thus: that Snorri will not have movable property to give for the land if suddenly should repay and valued half the land at 60 pieces of silver and took off previously the islands because he thought little they would get little worth than Snorri could get previously steadfast. (??)

Það fylgdi og að þá skyldi þegar upp gjalda féið og leita eigi láns undir aðra menn til þess fjár "og kjós þú nú Snorri," sagði Börkur, "þegar í stað hvort þú vilt."
That followed also that then should at once the money (be) paid up and not search for a loan from other men until that money "and you choose, now, Snorri," said Borkr, "at once what you wanted."

Snorri svarar: "Þess kennir nú að, Börkur frændi, að þér þykir eg févani er þú leggur svo ódýrt Helgafellsland en undir mig kýs eg föðurleifð mína að þessu verði og rétt fram höndina og handsala mér landið."
Snorri answers: "Know that now, that, kinsman Borkr, that you think I (am) short of money that you price so cheaply Helgafellsland and under me I choose that this become my patrimony and put out your hand and shake hands with me (for) the land."

"Eigi skal það fyrr," segir Börkur, "en hver peningur er fyrir goldinn."
"That shall not (happen) before," says Borkr, "than every penny is paid over."

Snorri mælti til Þorbrands fóstra síns: "Hvort seldi eg þér sjóð nokkurn á hausti?"
Snorri said to Thorbrand, his foster relative: "Did I hand you over a money bag in the fall?"

"Já," segir Þorbrandur og brá sjóðnum undan kápu sinni.
"Yes," says Thorbranr and brought the money back (from) under his cloak.

Var þá talið silfrið og goldið fyrir landið hver peningur og var þá eftir í sjóðnum sex tigir silfurs.
Then the silver was counted and paid for the land each coin and then after in the purse (was) 60 pieces of silver.

Börkur tók við fénu og handsalar Snorra landið.
Borkr received the money and shakes hands with Snorri for the land.

Síðan mælti Börkur: "Silfurdrjúgari hefir þú nú orðið frændi en vér hugðum.
Then Borkr said: "You have now happened to be more well stocked with silver, kinsman, than we thought.

Vil eg nú að við gefum upp óþokka þann er millum hefir farið og mun eg það til leggja til hlunninda við þig að við skulum búa báðir samt þessi misseri að Helgafelli er þú hefir kvikfjár fátt."
I want now that we give up that enmity which has gone between (us) and I will contribute to perks with you that we should both still live this six months at Helgafell where you have little livestock."

Snorri svarar: "Þú skalt njóta kvikfjár þíns og verða í brottu frá Helgafelli."
Snorri answers: "You shall have the use of your livestock and leave from Helgafell."

Svo varð að vera sem Snorri vildi.
So it must be as Snorri wanted. (Z. verða 7 - with infin., denoting necessity, one must, needs, is forced, obliged to do)

En er Börkur var í brott búinn frá Helgafelli gekk Þórdís fram og nefndi sér votta að því að hún sagði skilið við Börk bónda sinn og fann það til foráttu að hann hafði lostið hana og hún vildi eigi liggja undir höggum hans.
And when Borkr had moved away from Helgafell, Thordis went out and named herself witnesses to that that she declared herself separated/divorced from her husband Borkr and pled as her excuse that he had hit her and she didn't want to be subject to his blows. (Z. forátta - finna e-t til foráttu, to plead as one's excuse) (Z. liggja 8 - l. undir e-n or e-m, to be subject to, belong to)

Var þá skipt fé þeirra og gekk Snorri að fyrir hönd móður sinnar því að hann var hennar erfingi.
Then their property was divided and Snorri went to before his mothers hand because he was her heir.

Tók þá Börkur þann kost, er hann hafði öðrum ætlað, að hafa lítið fyrir eyjarnar.
Then Borkr made that choice, which he had otherwise intended, to have looked over the islands.