Here’s my translation

Alan

 

 

 

Og er þeir Ósvífurssynir komu til Lauga þá sögðu þeir tíðindin.
And when they Ósvífr‘s-sons came to Laugar (Hot-Springs), then they said (related) the-tidings.

Guðrún lét vel yfir og var þá bundið um höndina Þórólfs. Greri hún seint og varð honum
Guðrun expressed-approval and (it, a bandage) was then bound around the-arm of Þórólf. It (ie the hand, fem) healed slowly and became for him

aldregi meinlaus. Lík Kjartans var fært heim í Tungu. Síðan reið Bolli heim
never free-from-pain. Kjartan’s body was conveyed home to Tunga (Tongue) (It´s been lying there so long awaiting my return that I´m surprised that there was anything left of it J). After-that Bolli rode home

til Lauga. Guðrún gekk í móti honum og spurði hversu framorðið væri.
to Laugar. Guðrún walked towards him and asked how late (it) was.

Bolli kvað þá vera nær nóni dags þess.
Bolli declared (it) then to be nearly three o´clock pm of that day.

Þá mælti Guðrún: "Misjöfn verða morgunverkin. Eg hefi spunnið tólf alna garn
Then Guðrún spoke: “The-morning-deeds (plural) become unequal. I have spun twelve ells of yarn

en þú hefir vegið Kjartan."
and you have killed Kjartan.”

Bolli svarar: "Þó mætti mér það óhapp seint úr hug ganga þótt þú minntir mig ekki á það."
Bolli answers: “Nevertheless that misfortune (noun) might go slowly out of my mind even-though you  (nom) remind me (acc) not of that.” (ie I would not be able to easily forget that misfortune, even were you not to remind me of it)

Guðrún mælti: "Ekki tel eg slíkt með óhöppum. Þótti mér sem þú hefðir meiri
Guðrún spoke: “I count not such with misfortunes (plural). (ie I don´t put it and misfortunes in the same basket) (It) seemed to me like you had more

metorð þann vetur er Kjartan var í Noregi en nú er hann trað yður undir
esteem that winter when (or that?) Kjartan was in Norway than now when he has-trodden you under

fótum þegar hann kom til Íslands. En eg tel það þó síðast er mér þykir mest
foot (lit. feet) as-soon-as he came to Iceland. But I consider that nevertheless last(ultimately) which to me seems most

vert að Hrefna mun eigi ganga hlæjandi að sænginni í kveld."
deserving that Hrefna will not go laughing to the-bed to-night.”

Þá segir Bolli og var mjög reiður: "Ósýnt þykir mér að hún fölni meir við
Then Bolli says and was very angry: “(It) seems to me uncertain that she should-grow-more pale with

þessi tíðindi en þú og það grunar mig að þú brygðir þér minnur við þó að vér
these tidings than you and I suspect (imperfect construction) that, that you would-stir yourself less (get less upset?) even though we

lægjum eftir á vígvellinum en Kjartan segði frá tíðindum."
should-lie behind on battlefields than (if) Kjartan said about (related) (the) events.” (ie lived to tell the tale, as MMHP put it).

Guðrún fann þá að Bolli reiddist og mælti: "Haf ekki slíkt við því að eg
Guðrún noticed then that Bolli became-angry and spoke: “Make (imperative) not such of that (Don’t go on like that) because I

kann þér mikla þökk fyrir verkið. Þykir mér nú það vitað að þú vilt ekki
owe (lit: know) to you much thanks (ie I am much obliged to you, see kunna, Z4) for the-deed. That seems to me now known (evident) that you want

gera í móti skapi mínu."
to do nothing against my wishes.”

Síðan gengu þeir Ósvífurssynir í jarðhús það er þeim var búið á laun en þeir
After-that they Ósvífr’s-son walked into that underground-room which was prepared for them secretly but they

Þórhöllusynir voru sendir út til Helgafells að segja Snorra goða þessi
Þórhalla’s-sons were sent out to Helgafell to say to goði Snorri these

tíðindi og það með að þau báðu hann senda sér skjótan styrk til liðveislu á
tidings and that with (it) (ie in addition) that they bade him send from himself immediate assistance as support

móti Ólafi og þeim mönnum er eftirmál áttu eftir Kjartan.
against Ólafr and (against) those men who had the right and duty to take action against the slayer of Kjartan.

Það varð til tíðinda í Sælingsdalstungu þá nótt er vígið hafði orðið um
That came forth as tidings (ie that happened) in Sælingsdalstunga on that night that the-slaying had happened during

daginn að Án settist upp er allir hugðu að dauður væri. Urðu þeir hræddir er
the day that Án sat-himself up whom all thought that was dead. They became afraid who

vöktu yfir líkunum og þótti þetta undur mikið.
kept night-watch over the-bodies and this seemed a great wonder.