1. kafli
Ketill flatnefur hét einn ágætur hersir í Noregi.
Ketill "flatnose" was the name of a famous local chieftain in Norway.
Hann var sonur Bjarnar bunu Grímssonar hersis úr Sogni.
He was a son of Bjarnar bunu, son of Grim's, a local chieftain from Sogni.
Ketill var kvongaður.
Ketill was married.
Hann átti Yngveldi, dóttur Ketils veðurs hersis af Raumaríki.
He married Yngveld, daughter of Ketil wind, a chieftain from Raumarik.
Björn og Helgi hétu synir þeirra en dætur þeirra voru þær Auður hin djúpúðga, Þórunn hyrna og Jórunn mannvitsbrekka.
Bjorn and Helgi were the names of their sons, and their daughters were Audr the deep-minded, Thorun the horned, and Jorunn the understanding-slope (?).
Björn sonur Ketils var fóstraður austur á Jamtalandi með jarli þeim er Kjallakur hét, vitur maður og ágætur.
Ketil's son Bjorn was fostered east to Jamtalandi with the Earl who was named Kjallakr, a wise and famous man.
Jarlinn átti son er Björn hét en Gjaflaug hét dóttir hans.
The earl had a son who was named Bjorn and Gjaflaug was the name of his daughter.
Þetta var í þann tíma er Haraldur konungur hinn hárfagri gekk til ríkis í Noregi.
This was in the time when King Harald the fair-haired came to power in Norway.
Fyrir þeim ófriði flýðu margir göfgir menn óðul sín af Noregi, sumir austur um Kjölu, sumir um haf vestur.
Before the war, many noble men fled their estates from Norway, some east around Kjolu, some across the west sea.
Þeir voru sumir er héldu sig á vetrum í Suðureyjum eða Orkneyjum en um sumrum herjuðu þeir í Noreg og gerðu mikinn skaða í ríki Haralds konungs.
There were some who stayed at winter in the South islands or Orkney islands and some they harried in Norway and did great damage to the kingdom of King Hararld.
Bændur kærðu þetta fyrir konungi og báðu hann frelsa sig af þessum ófriði.
Farmers complained about this before the king and asked him to free them from this (destruction from) war.
Þá gerði Haraldur konungur það ráð að hann lét búa her vestur um haf og kvað Ketil flatnef skyldu höfðingja vera yfir þeim her.
Then King Harald made that plan that he caused to make ready an army west across the sea and said Ketil flatnose should be leader over the troops.
Ketill taldist undan en konungur kvað hann fara skyldu.
Ketill declined but (the) king said he should go.
Og er Ketill sá að konungur vill ráða réðst hann til ferðarinnar og hafði með sér konu sína og börn, þau sem þar voru.
And when Ketill saw that the King will prevail, he undertook the journey and had with him his wife and children, they as they were there.
En er Ketill kom vestur um haf átti hann þar nokkurar orustur og hafði jafnan sigur.
When Ketill came west over the sea, he had there a battle and had always victory.
Hann lagði undir sig Suðureyjar og gerðist höfðingi yfir.
He himself conquered the South Islands and became a chieftain over (them).
Sættist hann þá við hina stærstu höfðingja fyrir vestan haf og batt við þá tengdir en sendi austur aftur herinn.
He then reconciled himself with the biggest leaders over the west sea and contracted with them affinity and sent east after the army.
Og er þeir komu á fund Haralds konungs sögðu þeir að Ketill flatnefur var höfðingi í Suðureyjum en eigi sögðust þeir vita að hann drægi Haraldi konungi ríki fyrir vestan haf.
And when they came to meet King Harald, they said that Ketill flatnose was a chieftain in the South Islands but they didn't declare to know that he procured King Harald's rule over the west sea.
En er konungur spyr þetta þá tekur hann undir sig eignir þær er Ketill átti í Noregi.
When the king learned this, the he lays hold of the properties Ketill had in Norway. (Z. taka 12 - t. e-t undir sik, to lay hold of)
Ketill flatnefur gifti Auði dóttur sína Ólafi hvíta er þá var mestur herkonungur fyrir vestan haf.
Ketill flatnose married his daughter Aud to Olaf the white who then was the greatest warrior-king of the west sea.
Hann var sonur Ingjalds Helgasonar en móðir Ingjalds var Þóra, dóttir Sigurðar orms í auga, Ragnarssonar loðbrókar.
He was a son of Ingald Helgason's, and Ingjald's mother was Thora, daughter of Sigurdr worms in eyes, Ragnarson's shaggy-breeks.