Kjartan mælti: "Ekki kalla eg það landkaup er eigi er vottum bundið.
Kjartan said: "I don't call that a land purchase when it is not bound of witnesses.

Ger nú annaðhvort að þú handsala mér þegar landið að þvílíkum kostum sem þú hefir ásáttur orðið við aðra eða bú sjálfur á landi þínu ella."
Do now either that you confirm by shaking hands with me at once the land at the same price as you have agreed with another or farm yourself this land otherwise. (Z. handsala - to make over (confirm) by shaking hands.)


Þórarinn kaus að selja honum landið.
Thorarinn chose to sell him the land.

Voru nú þegar vottar að þessu kaupi.
(There) were now at once witnesses to this purchase.

Kjartan reið heim eftir landkaupið.
Kjartan rode home after the land purchase.

Þetta spurðist um alla Breiðafjarðardali.
This was learned of throughout all Breidafjardardale.

Hið sama kveld spurðist þetta til Lauga.
The same evening this was learned of in Lauga.

Þá mælti Guðrún: "Svo virðist mér Bolli sem Kjartan hafi þér gert tvo kosti nokkuru harðari en hann gerði Þórarni, að þú munt láta verða hérað þetta með litlum sóma eða sýna þig á einhverjum fundi ykkrum nokkuru óslæra en þú hefir fyrr verið."
Then Gudrun said: "So it seems to me, Bolli, that Kjartan has given you two choices somewhat harder than he gave Thorarin, that you would cause to lose this district with little honor or show yourself at some meeting of yours somewhat more un-fainthearted than you have been."

Bolli svarar engu og gekk þegar af þessu tali.
Bolli answered nothing and went at once from this conversation.

Og var nú kyrrt það er eftir var langaföstu.
And that was now quiet which after was Lent.

Hinn þriðja dag páska reið Kjartan heiman við annan mann.
The third day of Easter, Kjartan rode home with another man.

Fylgdi honum Án svarti.
An the black accompanied him.

Þeir koma í Tungu um daginn.
They came to Tongue during the day.

Kjartan vill að Þórarinn ríði með honum vestur til Saurbæjar að játa þar skuldarstöðum því að Kjartan átti þar miklar fjárreiður.
Kjartan wants that Thorarin ride with him from the west to Saurbaejar to agree to an investment there because Kjartan had there much advice in money matters.

Þórarinn var riðinn á annan bæ.
Thorarin had ridden to another farm.

Kjartan dvaldist þar um hríð og beið hans.
Kjartan stayed there a while and waited for him.

Þann sama dag var þar komin Þórhalla málga.
That same day Thorhall the talker had come there.

Hún spyr Kjartan hvert hann ætlaði að fara.
She asked Kjartan where he intended to go.

Hann kvaðst fara skyldu vestur til Saurbæjar.
He stated for himself (that he) would go from the west to Saurbaejar.

Hún spyr: "Hverja skaltu leið ríða?"
She asks: "What way will you ride?"

Kjartan svarar: "Eg mun ríða vestur Sælingsdal en vestan Svínadal."
Kjartan answers: "I will ride from the west (to) Saelingsdale, then on the west of Svinadale."

Hún spurði hversu lengi hann mundi vera.
She asked how long he would stay.

Kjartan svarar: "Það er líkast að eg ríði vestan fimmtadaginn."
Kjartan answers: "It is most likely that I ride west on the fifth day."

"Muntu reka erindi mitt?" sagði Þórhalla.
"Will you do my errand? (i.e., do an errand for me)" said Thorhalla.

"Eg á frænda vestur fyrir Hvítadal í Saurbæ.
"I have a relative from the west over (at) Hvitadale in Saurbae.

Hann hefir heitið mér hálfri mörk vaðmáls.
He has promised me half a mark of wadmal.

Vildi eg að þú heimtir og hefðir með þér vestan."
I wanted that you get (it) and have (it) with you from the west."

Kjartan hét þessu.
Kjartan promised this.

Síðan kemur Þórarinn heim og ræðst til ferðar með þeim.
Then Thorarin comes home and started on a journey with them.

Ríða þeir vestur um Sælingsdalsheiði og koma um kveldið á Hól til þeirra systkina.
They ride from the west near Saelingsdalesheid and come during the evening to Hol to their brothers and sisters.

Kjartan fær þar góðar viðtökur því að þar var hin mesta vingan.
Kjartan gets a warm welcome there because there was the highest friendship.