We are more than half way through Laxdaela Saga!
Grace
Þetta sama kveld sendir konungur menn til herbergis Íslendinga og bað þá
verða vísa hvað þeir
That same evening, (the) king sends men to (the) Icelanders’ lodging and
bade them tell what they
töluðu. Þeir gera svo. Var þar inn að heyra glaumur mikill.
discussed. They do so. Inside there was noisy merriment to hear.
Þá tók Kjartan til orða og mælti til Bolla: "Hversu fús ertu frændi að taka
við trú þeirri er konungur býður?"
Then Kjartan started speaking and spoke to Bolli, “How willing are you,
kinsman, to accept their faith which (the) king orders.
"Ekki er eg þess fús," svarar Bolli, "því að mér líst siður þeirra veiklegur
mjög."
“I am not willing (to do) this,” answers Bolli, “because their faith seems
to me very weak.”
Kjartan spyr: "Þótti yður konungurinn í engum hótum hafa við þá er eigi
vildu undir ganga hans vilja?"
Kjartan asks, “Did it seem to you the king in any way threatens one, those
who do not want to submit to his will?”
Bolli svarar: "Að vísu þótti oss konungur ganga úr skugga berlega um það að
þeir mundu miklum afarkostum mæta af honum."
Bolli answers, “Surely (it) seemed to us (the) king shows his mind (Z)
openly about it that they
would meet with very unfair terms from him.”
"Engis manns nauðungarmaður vil eg vera," segir Kjartan, "meðan eg má upp
standa og vopnum
“I do not want to be under any man’s thumb,” says Kjartan, “while I am able
to stand up and wield weapons.
valda. Þykir mér það og lítilmannlegt að vera tekinn sem lamb úr stekk eða
melrakki úr gildru.
It seems to me also in a poor manner to be taken like a lamb from a fold or
an arctic fox from a trap.
Þykir mér hinn kostur miklu betri ef maður skal þó deyja að vinna það nokkuð
áður er lengi sé uppi haft síðan."
Seems to me the much better choice if a man shall still die, to do something
before which would live long after.
Bolli spyr: "Hvað viltu gera?"
Bolli asks, “What do you want to do?”
"Ekki mun eg því leyna," segir Kjartan, "brenna konunginn inni."
“I will not conceal it,” says Kjartan, “to burn the king inside.”
"Ekki kalla eg þetta lítilmannlegt," segir Bolli, "en eigi mun þetta
framgengt verða að því er eg
“I don’t call this paltry,” says Bolli, “but I think this will not be
moving forward.
hygg. Mun konungur vera giftudrjúgur og hamingjumikill. Hann hefir og örugg
varðhöld dag og nótt."
(The) king will be fortunate and very lucky. He has also a safe guardian
day and night.”
Kjartan kvað áræðið flestum bila þótt allgóðir karlmenn væru. Bolli kvað það
vant að sjá
Kjartan said most would lose heart (Z) though all were good men. Bolli said
it remained to be seen
hverjum hugar þyrfti að frýja. En margir tóku undir að þetta væri
þarfleysutal. Og er
whose courage needed challenging. But many seconded that this was useless.
And when
konungsmenn höfðu þessa varir orðið þá fóru þeir í brott og segja konungi
þetta tal allt.
(the) king’s men had (been?) warned by these words, then they went away and
tell (the) king all this conversation.
Um morguninn eftir vill konungur þing hafa. Er nú til stefnt öllum íslenskum
mönnum. Og er
During the next morning (the) king wants to have an assembly. Now all
Icelandic men are summoned. And when
þingið var sett þá stóð konungur upp og þakkaði mönnum þangaðkomu, þeim er
hans vinir vildu
the Thing was arranged then (the) king stood up and thanked men for (their)
attendance, those who he wanted to be friends
vera og við trú höfðu tekið. Hann heimti til tals við sig Íslendinga.
Konungur spyr ef þeir vildu
and had accepted (the) faith. He draws (the) Icelanders to talk with him.
(The) king asks if they want
skírn taka. Þeir ræma það lítt. Konungur segir að þeir mundu þann kost velja
sér til handa er
to accept baptism. They took it coolly. (The) king says that they will
select a choice for themselves which
þeim gegndi verr "eða hverjum yðrum þótti það ráðlegast að brenna mig inni?"
to them goes worse, “or which of you thought it most advisable to burn me
inside?”