The last time we worked on Kjalnesinga Saga was Jan 21, 2010. This is just
a short bit so that those who wish can catch up with this saga.
Grace

Þorgrímur goði vaknaði um morguninn og sá út. Hann gat að líta logann til
hofsins. Hét
hann á menn sína, bæði konur og karla, að hlaupa til með vatnkeröld og
hjálpa við hofinu. Hann kallar og á Þorstein son sinn og fannst hann hvergi.
En er þeir komu til garðshliðsins var þar ekki greiðfært því að hliðið var
læst en þeir fundu hvergi lyklana. Urðu þeir að brjóta upp hliðið því að
garðurinn var svo hár að hvergi mátti að komast. Brutu þeir þá upp hliðið.
Og er þeir komu inn um hliðið og í garðinn sáu þeir hvar Þorsteinn lá
dauður. Hofið var og læst og mátti því öngu bjarga er inni var. Voru þá
gervir til krakar og varð dregið í sundur hofið og náðist við það nokkuð af
viðinum.
Nú er að segja frá Búa að hann kom á þann bæ er heitir í Hólum. Lýsti hann
þar vígi Þorsteins sér á hönd, gekk eftir það heim. Var Esja fyrir vestan
garð og heilsaði Búa. Hann tók vel kveðju hennar.
Hún mælti: "Hefir þú nokkuð eltur verið í morgun af Þorsteini eða hefir
nokkuð nú tekið brýningunni?"
Búi kveðst nú ekki þræta að þeim Hofverjum þætti í orðið nokkuð svarf.
Fred & Grace Hatton
Hawley, Pa.