39. kafli
Af Kjartani og Bolla
Það var þá jafnan tíðhjalað í Breiðafjarðardölum um skipti þeirra Hrúts og Þorleiks að Hrútur hefði þungt af fengið Kotkatli og sonum hans.
That was then equally much spoken of in Breidafjardardole concerning their, Hrut's and Thorleik's, separation that Hrut had suffered hard treatment from Kotkal and his sons. (Z þungr 2 - fá þungt af e-m, to suffer hard treatment from one)

Þá mælti Ósvífur til Guðrúnar og bræðra hennar, bað þau á minnast hvort þá væri betur ráðið að hafa þar lagið sjálfa sig í hættu við heljarmenn slíka sem þau Kotkell voru.
Then Osvif spoke to Gudrun and her brothers, asked them to remember if they were were better advised to have there placed themselves with such accursed fells as they, the Kotkells, were.

Guðrún mælti: "Eigi er sá ráðlaus faðir er þinna ráða á kost."
Gudrun said: "(It) is not the shiftless father who advised you to choice."

Ólafur sat nú í búi sínu með miklum sóma og eru þar allir synir hans heima og svo Bolli frændi þeirra og fóstbróðir.
Olaf remained now at his farm with much honor and all his sons are at home, both they, Bolli's relatives and foster-brothers.

Kjartan var mjög fyrir sonum Ólafs.
Kjartan was almost at the head of Olaf's sons.

Þeir Kjartan og Bolli unnust mest.
They, Kjartan and Boll, loved one another most.

Fór Kjartan hvergi þess er eigi fylgdi Bolli honum.
Kjartan went nowhere that Bolli did not follow him.

Kjartan fór oft til Sælingsdalslaugar.
Kjartan went often to Salingsdalesaugar.

Jafnan bar svo til að Guðrún var að laugu.
Equally it so befell that Gudrun was at a bath/hot spring. (Z. bera II 3 - bar honum svá til, it so befell him)

Þótti Kjartani gott að tala við Guðrúnu því að hún var bæði vitur og málsnjöll.
It seemed good to Kjartan to talk with Gudrun because she was both wise and eloquent.

Það var allra manna mál að með þeim Kjartani og Guðrúnu þætti vera mest jafnræði þeirra manna er þá óxu upp.
That was of all men a story the with them, Kjartan and Gudrun, thought (to) be most an equal match by the people when they grew up.

Vinátta var og mikil með þeim Ólafi og Ósvífri og jafnan heimboð og ekki því minnur að kært gerðist með hinum yngrum mönnum.
Friendship was also much with them, Olaf and Osvir, and always an inventation to stay at home, and that not less fond of became with the young people.

Eitt sinn ræddi Ólafur við Kjartan: "Eigi veit eg," segir hann, "hví mér er jafnan svo hugþungt er þú ferð til Lauga og talar við Guðrúnu.
One time Olaf spoke with Kjartan: "I don't know," he says, "why I am always so depressed when you go to Lauga and talk with Gudrun.

En eigi er það fyrir því að eigi þætti mér Guðrún fyrir öllum konum öðrum og hún ein er svo kvenna að mér þyki þér fullkosta.
But that is not a hindrance because I didn't think Gudrun above all other women and she alone is such a woman I think you fully matched.

Nú er það hugboð mitt, en eigi vil eg þess spá, að vér frændur og Laugamenn berum eigi allsendis gæfu til um vor skipti."
Now, (it) is my anticipation, that I will not foretell that, that we relatives and people of Lauga don't have luck in every respect in our dealings." (Z. gæfa - bera gæfu til e-s, to have luck in a thing)

Kjartan kvaðst eigi vilja gera í mót vilja föður síns, það er hann mætti við gera, en kvaðst vænta að þetta mundi betur takast en hann gat til.
Kjartan stated for himself not to want to do against his father's desire, that which he would be able to do with, but stated for himself to hope that this would better begin when he got to. (?)

Heldur Kjartan teknum hætti um ferðir sínar.
Kjartan perseveres concerning his journey. (CV háttar - halda teknum hætti, to go on in one's usual way, persevere)

Fór Bolli jafnan með honum.
Bolli always went with him.

Líða nú þau misseri.
Now the seasons pass.


40.kafli - Af Ásgeiri æðikoll




Ásgeir hét maður og var kallaður æðikollur.
A man was named Asgeir and was called eider-duck-head.

Hann bjó að Ásgeirsá í Víðidal.
He lived at Asgeirsa (the-god-spear ?) in Vididale.

Hann var son Auðunar skökuls.
He was a son of Audun car-pole (what's a car-pole?).

Hann kom fyrst sinna kynsmanna til Íslands.
He came first of his kinsmen to Iceland.

Hann nam Víðidal.
He settled Vididale.

Annar son Auðunar hét Þorgrímur hærukollur.
A second son of Audun was named Thorgrim gray top.

Hann var faðir Ásmundar, föður Grettis.
He was father of Asmundar, Gretti's father.