Eftir það komu menn til þings.
After that people come to the Thing.

Er þar allt tíðindalaust.
Everything there is without incident.

Þórður var löngum í búð Gests og talaði jafnan við Guðrúnu.
Thord was continuously in Gest's booth and constantly spoke with Gudrun.

Einn dag spurði Þórður Ingunnarson Guðrúnu hvað konu varðaði ef hún væri í brókum jafnan svo sem karlar.
One day Thord asked Gudrun Ingunnarson what entailed as a penalty on a woman if she constantly wore breeches as guys (do).

Guðrún svarar: "Slíkt víti á konum að skapa fyrir það á sitt hóf sem karlmanni ef hann hefir höfuðsmátt svo mikla að sjái geirvörtur hans berar, brautgangssök hvorttveggja."
Gudrun answers: "Such a penalty is imposed on women for that to her (in) equal degree as the man if he has the opening for the head so large to see his bare nipples, both (are) grounds for divorce (Z. skapa 3 - s. e-m víti, to impose a fine or penalty)

Þá mælti Þórður: "Hvort ræður þú mér að eg segi skilið við Auði hér á þingi eða í héraði og geri eg það við fleiri manna ráð því að menn eru skapstórir þeir er sér mun þykja misboðið í þessu?"
Thord then said: "Do you advise me that I declare a separation from Aud here at the Thing or in the country and I take counsel with more men because men are proud-minded, they who themselves will be thought to be offended at this?" (Z. gøra 2 - g. ráð með e-m, to take counsel with, advise one)

Guðrún svarar stundu síðar: "Aftans bíður óframs sök."
Gudrun answers a while later: "A laggard's suit bides till even." (CV aptan - aptans bíðr óframs sök, a laggard's suit bides till even (a proverb).)

Þá spratt Þórður þegar upp og gekk til Lögbergs og nefndi sér votta að hann segir skilið við Auði og fann það til saka að hún skarst í setgeirabrækur sem karlkonur.
Then Thord jumped up at once and went to Law-hill and named for himself witnesses that he declares himself separated from Aud and gave as a reason that: on account that she put on a man's pants as a male (karlkonur = karlkyn? or karlkonur = man-woman?). (Z. finna 8 - f. e-t til, to bring forward, give as a reason) (Z. skara 8 - s. í setgeira-brœkr, to put on a man's breeches)

Bræðrum Auðar líkar illa og er þó kyrrt.
Aud's brothers didn't like (this), although (it) was quiet.

Þórður ríður af þingi með þeim Ósvífurssonum.
Thord rides from the Thing with the sons of Osvif.

En er Auður spyr þessi tíðindi þá mælti hún:
But when Aud learns of this news, then she said:

Vel er eg veit það
var eg ein um látin.
Well that I know that
I was alone concerning dead (???)

Síðan reið Þórður til féskiptis vestur til Saurbæjar með tólfta mann og gekk það greitt því að Þórði var óspart um hversu fénu var skipt.
Then Thord rode to (the) division of property towards the west to mud-farm with 11 men and that went free from obstacles because Thord was un-sparing (i.e., generous) concerning how the property was divided.

Þórður rak vestan til Lauga margt búfé.
Thord drove many cattle from the west to Lauga.

Síðan bað hann Guðrúnar.
Then he proposed to Gudrun.

Var honum það mál auðsótt við Ósvífur en Guðrún mælti ekki í móti.
It was to him that matter easy to win with Osvif and Gudrun didn't speak against (it).

Brullaup skyldi vera að Laugum að tíu vikum sumars.
The wedding would be at Laugum at the tenth week of summer.

Var sú veisla allsköruleg.
The banquet was magnificent.

Samför þeirra Þórðar og Guðrúnar var góð.
Their, Thord's and Gudrun's, marriage was good.

Það eitt hélt til að Þorkell hvelpur og Knútur fóru eigi málum á hendur Þórði Ingunnarsyni að þeir fengu eigi styrk til.
That one was the cause that Thorkell whelp and Knut didn't bring a suit against Thord Ingunnarson, that they didn't get assistance in this regard.

Annað sumar eftir höfðu Hólsmenn selför í Hvammsdal.
Next summer Hol's men had kept cattle in a shed in Hvammsdal.

Var Auður að seli.
Aud was at (the) shed.

Laugamenn höfðu selför í Lambadal.
Lauga's men had a cattle shed in Lambadal.

Sá gengur vestur í fjöll af Sælingsdal.
That goes west in the mountain of Saeling's dale.

Auður spyr þann mann er smalans gætti hversu oft hann fyndi smalamann frá Laugum.
Aud asks that man who takes care of sheep how often he meets a shepherd from Laugum.

Hann kvað það jafnan vera sem líklegt var því að háls einn var á milli seljanna.
He stated that (it) is always as might be expected because one ridge was between the sheds. (Z. líkliga 1 - sem -ligt var, as might be expected)

Þá mælti Auður: "Þú skalt hitta í dag smalamann frá Laugum og máttu segja mér hvað manna er að veturhúsum eða í seli og ræð allt vingjarnlega til Þórðar sem þú átt að gera."
Then Aud said: "You will meet today(the) shepherd from Laugum and you can tell me what men who (go) to winter-house or in the shed and tell all kindly to Thord as you have to do."