31. kafli
Af Guðmundi Sölmundarsyni
Ólafur Höskuldsson sat í búi sínu í miklum sóma sem fyrr var ritað.
Olaf, son of Hoskuld, remained at his farm in much honor as previously was written.
Guðmundur hét maður Sölmundarson.
Gudmund was the name of a man, son of Solmund.
Hann bjó í Ásbjarnarnesi norður í Víðidal.
He lived in Asbjarnarness, in the north in Vidi-dale.
Guðmundur var auðigur maður.
Gudmund was a wealthy man.
Hann bað Þuríðar og gat hana með miklu fé.
He asked Thurid(`s hand in marriage) and begot her with much money.
Þuríður var vitur kona og skapstór og skörungur mikill.
Thuridwas a wise woman and proud-minded and very much a notable woman.
Hallur hét son þeirra, og Barði, Steinn og Steingrímur.
Their son was named Hall, also (their other sons were) Bard, Stein and Steingrimur.
Guðrún hét dóttir þeirra, og Ólöf.
Their daughter's name was Gudrun, and Olaf (was another daughter).
Þorbjörg dóttir Ólafs var kvenna vænst og þrekleg.
Olaf's daughter Thorbjorg was a beautiful and stout of frame woman.
Hún var kölluð Þorbjörg digra og var gift vestur í Vatnsfjörð Ásgeiri Snartarsyni.
She was named Thorbjorg the stout and was given in marriage towards the west in Water-fiord to Asgeiri, son of Snartar.
Hann var göfugur maður.
He was a noble man.
Þeirra son var Kjartan faðir Þorvalds, föður Þórðar, föður Snorra, föður Þorvalds.
Their son was Kjartan, father of Thorvald, father of Thordar, father of Snorra, father of Thorvald.
Þaðan er komið Vatnsfirðingakyn.
From there is come (the) Water-fiord-kin.
Síðan átti Þorbjörgu Vermundur Þorgrímsson.
Then Vermund, son of Thorgrim, married Thorbjorg.
Þeirra dóttir var Þorfinna er átti Þorsteinn Kuggason.
Their daughter was Thorfin, who Thorstein Kuggason married.
Bergþóra Ólafsdóttir var gift vestur í Djúpafjörð Þórhalli goða syni Odda Ýrarsonar.
Olaf's daughter Bergthora was married towards the west in Deep-fiord to Thorhall the good, son of Odda Yrarson. (note: Odda is not the same person as Yoda from the Tattúínárdla saga)
Þeirra son var Kjartan faðir Smið-Sturlu.
Their son was Kjartan, father of Smid-Sturlu.
Hann var fóstri Þórðar Gilssonar föður Sturlu.
He was foster-father of Thord Gilson, Sturlu's father.
Ólafur pái átti marga kostgripi í ganganda fé.
Olaf Peacock had many choice things in livestock.
Hann átti uxa góðan er Harri hét, apalgrár að lit, meiri en önnur naut.
He had a good ox named Harry, dapple gray in color, more than other cattle.
Hann hafði fjögur horn.
He had four horns.
Voru tvö mikil og stóðu fagurt en þriðja stóð í loft upp.
Two were big and beautiful but a third stood up in the air.
Hið fjórða stóð úr enni og niður fyrir augu honum.
The fourth stood out of (his) forehead and down before his eyes.
Það var brunnvaka hans. Hann krafsaði sem hross.
That was his instrument to get at water under ice or snow. He scraped (with it) as a horse.
Einn fellivetur mikinn gekk hann úr Hjarðarholti og þangað sem nú heita Harrastaðir í Breiðafjarðardali.
One hard winter when the cattle die of cold or hunger, he went a great way from Hjadarholt and to that place as now is called Harrastad in Breidafjardardale.
Þar gekk hann um veturinn með sextán nautum og kom þeim öllum á gras.
He went there during the winter with sixteen cattle and they all came for grass.
Um vorið gekk hann heim í haga þar sem heitir Harraból í Hjarðarholtslandi.
During the spring he went home to pasture there as is called Harrabol in Hjardarsholtland.
Þá er Harri var átján vetra gamall þá féll brunnvaka hans af höfði honum og það sama haust lét Ólafur höggva hann.
When Harry was 18 years old, then his instrument to get at water under ice or snow fell of his head and the same autumn Olaf had him slaughtered.
Hina næstu nótt eftir dreymdi Ólaf að kona kom að honum.
The next night Olaf dreamed that a woman came to him.
Sú var mikil og reiðuleg.
That (woman) was big and angry-looking.
Hún tók til orða: "Er þér svefnhöfugt?"
She began to speak: "Are you heavy with sleep?"
Hann kvaðst vaka.
He stated for himself to be awake.
Konan mælti: "Þér er svefns en þó mun fyrir hitt ganga.
The woman said: "You are dreaming although (you) will (???) (Z. svefn 2 - þér er svefns, thou dreamiest)
Son minn hefir þú drepa látið og látið koma ógervilegan mér til handa og fyrir þá sök skaltu eiga að sjá þinn son alblóðgan af mínu tilstilli.
You have caused my son to be slain and caused to come un-accomplished (ógervilegan = gørvileikr?) to my hands and for that offence you shall have to see your son bloody all over by my guidance. (Z. tilstilli - af þínu -stilli, by thy guidance)
Skal eg og þann til velja er eg veit að þér er ófalastur."
I shall also choose that one who I know that to you is most unwilling." (Z. falr - þeir er mér eru falastir til þungs hlutar, whom I would most willingly let suffer)
Síðan hvarf hún á brott.
Then she disappeared.
Ólafur vaknaði og þóttist sjá svip konunnar.
Olaf woke up and thought (to) see a brief glimpse of (the) woman.
Ólafi þótti mikils um vert drauminn og segir vinum sínum og varð ekki ráðinn svo að honum líki.
Olaf thought much about (the) worth of the dream and tells his friends and didn't come to pass the advice that he liked.
Þeir þóttu honum best um tala er það mæltu að það væri draumskrök er fyrir hann hafði borið.
He thought them best concerning talk is that spoke that that was a dreamphantasm which carried over him. (I am sure there is something I am missing here.)