Laxdaela Saga 21 part 2 / Alan's Translation

Here´s my translation

Kveðja

Alan

Þeim Ólafi byrjaði vel og tóku Noreg. Örn fýsir Ólaf að fara til hirðar Haralds konungs,
(It
) blew well for them, Ólafr (and co) (ie they got a fair wind) and reached Norway. Örn urges Ólafr to go to King Haraldrs bodyguard (retinue = court) ,

kvað hann gera til þeirra góðan sóma er ekki voru betur
declared him  (ie the king) to confer good honour (cf göra soemdir til e-s, Z13) on those who were not better

menntir en Ólafur var. Ólafur kvaðst það mundu af taka. Fara þeir Ólafur og Örn
accomplished than Ólafr was. Ólafr declared-of-himself (that he) would choose that. They, Ólafr and Örn, go

 nú til hirðarinnar og fá þar góðar viðtökur. Vaknar konungur þegar við
now to the court and receive there good receptions. (The) king recognises (as in acknowledges, vakna við e-t) at-once

Ólaf fyrir sakir frænda hans og bauð honum þegar með sér að vera. Gunnhildur
Ólafr for reasons of (on account of) his kinsmen and asked him at-once to stay (vera) with him. Gunnhildr

lagði mikil mæti á Ólaf er hún vissi (vita) að hann var bróðurson Hrúts. En sumir
took a great fancy to Ólafr (leggja mæti á e-n, under mæti, Z2) when she knows (sees) that he was Hrútr’s nephew (brother’s-son). But some

menn kölluðu það að henni þætti þó skemmtan (skemtan) að tala við Ólaf þótt hann nyti (njóta) ekki annarra að.
persons (men) said that, that (it) would-seem to her still an amusement to talk to Ólafr even-if he should-benefit nothing from others in (it).(?)

Ólafur ógladdist (úgleðjast) er á leið veturinn. Örn spyr hvað honum væri til ekka.
Ólafr turns-sad when the-winter draws-to-a-close (see líðr á e-t, impers, under liða, Z6). Örn asks what was-theöreason for his sorrow



Ólafur svarar: "Ferð á eg á höndum mér að fara vestur um haf og þætti mér
Ólafr answers: “I have a journey on my hands (ie to undertake) to go west across (the) sea and (it) would-seem to me

mikið undir (undr) að þú ættir (eiga) hlut í að sú yrði (verða) farin sumarlangt."
worth much (see vera mikit undir, under undir, Z4) that you should-have a part in (it)(so) that she (ie the journey) should-become travelled (undertaken) during-the-summer.”


Örn bað Ólaf þess ekki fýsast, kvaðst ekki vita vonir (ván) skipa þeirra er um haf vestur mundu ganga.
Örn asked Ólafr not to desire that, declared-of-himself not to know (have) expectation of those ships which would go west across (the) sea.


Gunnhildur gekk á tal þeirra og mælti: "Nú heyri eg ykkur það tala sem
Gunnhilde went into (joined) their conversation and spoke: “Now I hear from you that talk which

eigi hefir fyrr við borið, að sinn veg þykir hvorum (hvárum)."
has not before happened (see bera við, Z.II.3), that (it) seems each way to (the) other (ie they cannot agree, see under sinn, Z5).”


Ólafur fagnar vel Gunnhildi og lætur eigi niður falla talið.
Ólafr welcomes Gunnhildr well and (but) lets not the conversation fall down (lapse).

Síðan gengur Örn á brott en þau Gunnhildur taka þá tal. Segir Ólafur þá ætlan sína og svo
After-that Örn walks away but they, Gunnhildr (and Ólafr) take up then (the) conversation. Ólafr says then his opinion and also

hvað honum lá við, að Mýrkjartan konungur var móðurfaðir hans.
what lay with him (what was on his mind, what he was on the verge of, see liggja við e-u, Z8), that King Mýrkjartan was his maternal-grandfather.


Þá mælti Gunnhildur: "Eg skal fá þér styrk til ferðar þessar að þú megir (mega, verb)
Then Gunnhildr spoke: ‘I shall obtain for you resources (help) towards this journey (so) that you may

fara svo ríkulega þangað sem þú vilt."
go so magnificently thither as you want.”


Ólafur þakkar henni orð sín (neut plural).
Síðan lætur Gunnhildur búa skip og fær menn til,
Ólafr thanked her for her words. After-that Gunnhildr causes to get-ready a ship and brings men (persons) to (it)

 bað Ólaf á kveða hve marga menn hann vill hafa með sér vestur um hafið.
asked Ólafr to determine (fix on, kveða á) how many men he wants to have with him west across the-sea

En Ólafur kvað á sex tigu manna og kvaðst þó þykja miklu skipta að það lið
But (and) Ólafr fixed on sixty men and declared-of-himself nevertheless (it) to seems (to him) greatly to make-a-difference (ie it was important, skipta Z2?) that that force were

væri líkara hermönnum en kaupmönnum. Hún kvað svo vera skyldu.
were more-like warriors than merchants. She declared so (it) should be.

Og er Örn einn nefndur með Ólafi til ferðarinnar. Þetta lið var allvel búið.
And Örn alone is named along-with Ólafr for the journey. This force was very-well equipped.

Haraldur konungur og Gunnhildur leiddu Ólaf til skips og sögðust mundu leggja til með
King Haraldr and Gunnhildr lead Ólafr to (the) ship and said-of-themselves (that they) would deliver to him

honum hamingju sína með vingan þeirri annarri er þau höfðu til lagt.
their guardian-spirit (good fortune) along-with their other friendship which they had put forward.

Sagði Haraldur konungur að það mundi auðvelt því að þau kölluðu engan mann
King Harald said that that would (be) easy because they said no man

vænlegra hafa komið af Íslandi á þeirra dögum. Þá spurði Haraldur konungur
more promising to have come from Iceland in their days. Then King Haraldr asked

hve gamall maður hann væri.
how old a man (person) he was.