Gissur hvíti mælti þá við Mörð Valgarðsson: "Allmjög hefir þér yfir sést er
Gizur (the) White spoke then with Mörð Valgarð’s-son ‘(It) has been overlooked by you very-much (you have made a bad mistake) that
þú skyldir þetta rangt gera og er slíkt ógæfa mikil. Eða hvað skal nú til
you should do this wrongly and such is a great misfortune. So what shall (one) now choose for
ráða taka Ásgrímur frændi?" segir Gissur.
counsel, kinsman Ásgrím?’ says Gizur.
Ásgrímur mælti: "Nú skulum vér enn senda mann Þórhalli syni mínum og vita
Ásgrím spoke: ‘Now we shall still send a person (man) to Þórhall, my son, and find-out (get-to-know)
hvað hann leggur til ráðs með oss."
what he proposes (puts forward) as counsel with us.’
145. kafli
Chapter 145
Snorri goði spyr nú hvar komið er málunum. Tekur hann þá að fylkja liði sínu
Snorri (the) chieftain-priest asks now where (it) is come (has reached) in the cases. He begins (see taka + inf, Z7) draw-up-in-battle-array his troops
fyrir neðan Almannagjá millum og Hlaðbúðar og sagði fyrir áður sínum mönnum
below Almannagjá (Everyman’s Rift) between (it) and Hlaðbúðar (Turf-Walled Booth) and said first (?, see fyrir, Z.III,2) before to his persons (men)
hvað þeir skyldu að gera.
what they should do.
Sendimaðurinn kemur nú til Þórhalls Ásgrímssonar og segir honum hvar þá var
The messenger comes now to Þórhall, Ásgrím’s-son, and says to him where then (it) was
komið að þeir Mörður Valgarðsson mundu sekir gervir allir en eytt (eyða, pp) öllu
come (how matters had turned out), that they, Mörð Valgarð’s-son (et al) would all (be) made outlawed but (and that) (it would) be-rendered-legally void in
vígsmálinu. En er hann heyrði þetta brá (bregða) honum svo við að hann mátti eigi
all the manslaughter-suits. But when he heard this, (it) startled him (see e-m bregða við, Z9) such that he could not
orði upp koma. Hann spratt (spretta) þá upp úr rúminu og þreif (þrífa) tveim höndum spjótið
bring up words (he was struck mute). He sprang then up out-of the bed and grasped in two hands the spear,
Skarphéðinsnaut og rak í gegnum fótinn á sér. Var þar á holdið og
Skarhéðin’s-gift, and drove (it) through his (own) leg (foot), There the core-of-a-boil was also held on,
kveisunaglinn á spjótinu því að hann skar (skera) út úr fætinum en blóðfossinn (blóðfors)
on the spear, because he scored (cut) out (it) out-of the leg (foot) but (and) the gush-of-blood
fellur og vogföllin svo að lækur féll eftir gólfinu. Hann gekk nú út úr
falls (flows), and the running-of-blood-and-matter-from-(the)-sore, such that rivulets fell (flowed) along the floor. He walked now out out-of
búðinni óhaltur (úhaltr) og fór svo hart að sendimaðurinn fékk ekki fylgt honum. Fer
the booth, not-lame, and went so hard that the messenger was not able to (see fá + pp, Z7) accompany (keep up with) him. He goes
hann nú þar til er hann kemur til fimmtardómsins. Þar mætti hann Grími hinum
now until he comes to the Fifth-Court. There he met Grím the
rauða frænda Flosa og jafnskjótt sem þeir fundust lagði Þórhallur til hans
red, Flosi’s kinsman, and immediately that they met-each-other, Þórhall thrust at him
spjótinu og kom í skjöldinn og klofnaði hann í sundur en spjótið hljóp í
with the spear and (it) came into the shield and cleaved it asunder but the spear ran
gegnum hann svo að oddurinn kom út á milli herðanna. Þórhallur kastaði honum dauðum af spjótinu.
through him so that the-point came out between the shoulders. Þórhall casts (tosses) him, dead, from the spear.
Kári Sölmundarson gat séð þetta og mælti við Ásgrím: "Hér er kominn
Kári Solmund’s-son was-able-to see this and spoke with Ásgrím. ‘Here is come
Þórhallur son þinn og hefir vegið víg nú þegar og er þetta skömm mikil ef
Þórhall, your son, and has slain-a-man (see vega víg, Z7) now at-once and this is a great shame if
hann einn skal hug til hafa að hefna brennunnar."
he alone shall have (it) in mind to avenge the burnings.’
"Það skal og eigi vera," segir Ásgrímur, "og snúum vér nú að þeim."
’That shall also not be,’ says Ásgrím, ‘and we now turn against (attack) them.’
Var þá kall mikið um allan herinn og síðan var æpt (oepa) heróp.
Was then a great-shouting around all the crowd (force) and after-that was a war-cry raised.