Hans orð mæltust vel fyrir. Síðan töluðu þeir um og urðu eigi á sáttir hver
fyrst skyldi

His word spoke well for (him). Afterwards they talked about (it) and were
not agreed who should first

upp kveða hversu mikil fésekt vera skyldi. Og kom svo að þeir hlutuðu um og
hlaut Snorri upp að kveða.

speak up how much (the) fine should be. And (it) came about that they cast
lots on (it) and the lot fell to Snorri to speak up.

Snorri mælti: "Ekki mun eg lengur yfir þessu sitja. Mun eg nú segja yður
hvað mitt

Snorri spoke, "I will not sit (deliberate) longer over this. I will now tell
you what my

ákvæði er, að eg vil Höskuld bæta láta þrennum manngjöldum en það eru sex
hundruð

decision is, that I want (that) Hoskuld be atoned for (at the rate of) three
man's weregild and it is six hundred

silfurs. Skuluð þér nú að gera ef yður þykir of mikið eða of lítið."

silver (coins). You shall now do (your part) if you think (it too) much or
little.

Þeir svöruðu að þeir skyldu hvergi að gera.

They answered that they should do neither.

"Það skal og fylgja," sagði hann, "að hér skal allt féið upp gjaldast á
þinginu."

"It shall also follow," said he, "that here all (the) money shall be paid up
at the Thing."

Þá mælti Gissur hvíti: "Þetta þykir mér varla vera mega því að þeir munu hér
lítinn einn hlut hafa að gjalda fyrir sig."

Then Gissur the white spoke, "That seems to me to be scarcely to be possible
because they will have only a little here to pay for themselves."

Guðmundur hinn ríki mælti: "Eg veit hvað Snorri vill. Það vill hann að vér
gefum til allir

Gudmund the powerful spoke, "I know what Snorri wants. He wants it that we,
all (the)

gerðarmenn slíkt sem vor er drengskapur til og mun þar þá margur eftir
gera."

arbitrators, give such as we are noble in mind to (do) and then many there
will do (so) after (us)."

Hallur af Síðu þakkaði honum og kveðst gjarna vilja til gefa sem sá er mest
gæfi. Játuðu

Hall of Sida thanked him and said of himself to (be) willing to want to give
that which most gave.

því þá allir gerðarmenn. Eftir það gengu þeir í braut og réðu það með sér að
Hallur skyldi

All arbitrators agreed to it then. After than they went away and decided
among themselves that Hall should

segja upp gerðina að Lögbergi.

report the proceedings at (the) Law Rock.

Eftir það var hringt og gengu allir menn til Lögbergs.

After that (it) was rung? and all people went to (the) Law Rock.

Hallur af Síðu stóð upp og mælti: "Mál þessi, er vér höfum gert um, höfum
vér orðið vel

Hall of Sida stood up and spoke, "This case, which we have worked on, we
have become well

á sáttir og höfum gert sex hundruð silfurs. Skulum vér gjalda upp helminginn
gerðarmenn

agreed and have adjudged six hundred in silver. We arbitrators shall pay up
the half

og skal hér allt upp gjaldast á þinginu. En það er bænarstaður minn til
allrar alþýðu að

and all shall be paid up at the Thing. But it is my ????? to all people in
general

nokkurn hlut gefi til fyrir guðs sakir."

give some part for God's sake.

Því svöruðu allir vel. Nefndi Hallur þá votta að gerðinni að hana skyldi
engi rjúfa mega.

All answered it well (approved). Hall named witnesses then to the decision
that it should not be able to be broken.

Njáll þakkaði þeim gerðina. Skarphéðinn stóð hjá og þagði og glotti við.
Gengu menn þá frá Lögbergi og til búða sinna.

Njall thanked him for the decision. Skarphedinn stood nearby and was quiet
and grinned. People went then from the Law Rock and to their booths.

En gerðarmenn báru saman í bóndakirkjugarði fé það sem þeir höfðu heitið til
að leggja.

And (the) arbitrators carried the money together which they had promised to
lay out in the churchyard.



Njálssynir seldu fram fé það er þeir höfðu og svo Kári og var það hundrað
silfurs. Njáll

Njall's sons paid up that money which they had and also Kari and it was a
hundred in silver. Njall



tók þá fé það er hann hafði og var það annað hundrað silfurs. Síðan var fé
þetta borið allt

took then that money which he had and it was another hundred in silver.
Afterwards this money was all carried



saman í Lögréttu og gáfu menn þá svo mikið til að engan pening vantaði á.
Njáll tók þá

together to (the) Law Rock and men gave then so much to (the pile) that no
penny was lacking. Njall took then



silkislæður og bóta og lagði á hrúguna ofan.

a silken robe and boots and laid (them) down on the pile.
Fred and Grace Hatton
Hawley Pa