Eiríkur taldist heldur undan, kveðst þá vera hniginn í aldur og kveðst
Eirikr said that he'd rather avoid it?, he then says that he is bowed by age and says that he
minna mega við vosi öllu en var. Leifur kveður hann enn mundu mestri heill stýra
is less able to cope with all hardship than he was.  Leifr says that he will still be the most fortunate captain
af þeim frændum. Og þetta lét Eiríkur eftir Leifi og ríður heiman þá er þeir
of his kinsmen.  And from this Eirik gave way to Leifr and rides from home when they
eru að því búnir og var þá skammt að fara til skipsins.
are prepared for it and was then a short distance to go to the ship.
Drepur hesturinn fæti, sá er Eiríkur reið, og féll hann af baki og lestist fótur hans.
The horse, which Eirikr rode stumples and he fell of the back and injured his foot.
Þá mælti Eiríkur "Ekki mun mér ætlað að finna lönd fleiri en þetta er
Then Eirikr says, 'it is not intended that I should find more lands than that which
nú byggjum vér. Munum vér nú ekki lengur fara allir samt."
we now live in.  We will now no longer all travel together.'
Fór Eiríkur heim í Brattahlíð en Leifur réðst til skips og félagar hans með honum, hálfur fjóði tugur manna.
Eirikr went home in Brattahlíð but Leifr moved on to the ship, his crew with him, 35 men.
Þar var suðurmaður einn í ferð er Tyrkir hét.
There was one Saxon on the voyage who was called Tyrkir.
Nú bjuggu þeir skip sitt og sigldu í haf þá er þeir voru búnir og
Now they prepared their ship and sailed into the sea when they were ready and
fundu þá það land fyrst er þeir Bjarni fundu síðast. Þar sigla þeir að landi og
then first found that land which Bjarni and his men found last.  There they sailed to land and
köstuðu akkerum og skutu báti og fóru á land og sáu þar eigi gras.
cast anchor and launched a boat and went ashore and saw no grass there.
Jöklar miklir voru allt hið efra en sem ein hella væri allt til jöklanna frá sjónum
Large glaciers covered the top as if one flat slab were all the way to the glaciers from the sea
og sýndist þeim það land vera gæðalaust.
and that land appeared to them to be barren.
Þá mælti Leifur: "Eigi er oss nú það orðið um þetta land sem Bjarna að vér
Then Leifr said: 'With this land it has not happened for us, as for Bjarni, that we
höfum eigi komið á landið. Nú mun eg gefa nafn landinu og kalla Helluland."
that we have not come ashore.  Now I will gave a name to the land and call it Helluland'.
Síðan fóru þeir til skips. Eftir þetta sigla þeir í haf og fundu land annað,
Then they went to the ship.  After this they sailed to sea and found another land,
sigla enn að landi og kasta akkerum, skjóta síðan báti og ganga á landið.
they sail to land again and drop anchor, then launch a boat and go ashore.
Það land var slétt og skógi vaxið og sandar hvítir víða þar sem þeir fóru og ósæbratt.
This land was flat and covered by forest and white sands as widely as they went and not steep to the sea.
Þá mælti Leifur: "Af kostum skal þessu landi nafn gefa og kalla Markland."
Then Leifr said: 'From it's condition I shall give this land a name and call it Markland'.
Fóru síðan ofan aftur til skips sem fljótast.
Then they went down to the ship at once.
Nú sigla þeir þaðan í haf landnyrðingsveður og voru úti tvö dægur áður þeir
Now they sail out to sea on a north-east wind and were at sea two days before they
sáu land og sigldu að landi og komu að ey einni er lá norður af landinu og
saw land and sailed to land and came to an island which lay north of the land and
gengu þar upp og sáust um í góðu veðri og fundu það að dögg var á grasinu og
they went up there and looked around in good weather and found that dew was in the grass and
varð þeim það fyrir að þeir tóku höndum sínum í döggina og brugðu í munn sér
it happened that they put their hands in the dew and brought it into their mouths
og þóttust ekki jafnsætt kennt hafa sem það var.
and thought they had not known the same level (of tastiness :D) as that was.

Cheers,
Jack