Hope this works well this time Grace I think you are having trouble sending as am I

"Hvað færir þú til þess?" segir Höskuldur.

"Þeir gáfu þér hest er þeir kölluðu vonfola og gerðu það til spotts við þig því að þeim þótti þú og óreyndur. Eg kann og það að segja þér að þeir öfunda þig um goðorðið. Tók Skarphéðinn því upp á þingi er þú komst eigi til þings á fimmtardómsstefnu. Ætlar Skarphéðinn og aldrei laust að láta goðorðið."

"Eigi er það," segir Höskuldur, "eg tók við á leiðmóti í haust."

"Njáll hefir því valdið þá," segir Mörður. "Þeir rufu og," segir Mörður, "sætt á Lýtingi."

"Ekki ætla eg það þeim að kenna," segir Höskuldur.

"Eigi munt þú mæla í móti því." segir Mörður, "þá er þið Skarphéðinn fóruð austur að Markarfljóti féll öx undan belti honum og hafði hann ætlað að drepa þig."

"Það var," segir Höskuldur, "viðaröx hans og sá eg er hann lét undir belti sér. Og er hér svo skjótt frá mér að segja," segir Höskuldur, "að þú segir aldrei svo illt frá Njálssonum að eg muni því trúa. En þó að því sé að skipta og segir þú það satt að annaðhvort sé að eg drepi þá eða þeir mig þá vil eg miklu heldur þola dauða af þeim en eg geri þeim nokkuð mein. En þú ert maður að verri er þú hefir þetta mælt."

Síðan fór Mörður heim.

Nokkuru síðar fer Mörður að finna Njálssonu. Hann talar margt við þá bræður og Kára.

"Sagt er mér," segir Mörður, "að Höskuldur Hvítanesgoði hafi mælt að þú Skarphéðinn hafir rofið sætt á Lýtingi. En eg varð þess vís að honum þótti þú hafa haft við sig fjörráð er þið fóruð austur til Markarfljóts. En mér þykja þau ekki minni fjörráð er hann bauð þér til veislu og skipaði þér í útibúr það er first var húsum og var þar borinn að viður alla nóttina og ætlaði hann að brenna yður inni. En það bar við að Högni Gunnarsson kom um nóttina. Og varð þá ekki af því að þeir gengju að því að þeir hræddust hann. Síðan fylgdi hann þér á leið og mikill flokkur manna. Þá ætlaði hann þér aðra atgöngu að veita og setti þá til Grana Gunnarsson og Gunnar Lambason að vega að þér en þeim varð bilt og þorðu þeir eigi á þig að ráða."

There - that seems fair

Kveðja

Patricia