Réðst þá Þangbrandur um við Gest hvort hann skyldi nokkuð fara í fjörðu vestur en Gestur latti þess og kvað þar vera menn harða og illa viðureignar

Then Thangbrand discussed with Gest if he should go somewhat West to the Fjords but Gest tried to hinder (see letja) this, and declared the people there were hard and difficult to deal with

 "en ef það er ætlað fyrir að trúa þessi skuli við gangast þá mun á alþingi við gangast og munu þar þá vera allir höfðingjar úr hverju héraði."

"But if it is already intended (by God?) that this faith shall gain strength (Z6) then it will gain strength at Althing and there will be all the Chiefs from each/every District

"Flutti eg á þingi," segir Þangbrandur, "og varð mér þar erfiðlegast um."

I presented (flytja) this at Thing! says Thangbrand "and there met with extreme difficulty (Z)

"Þó hefir þú mest að gert," segir Gestur, "þó að öðrum verði auðið í lög að leiða. En það er sem mælt er að eigi fellur tré við hið fyrsta högg."

"You have still done the most ! says Gest "even though it falls to the lot of others to make it law. It is said no tree falls at the first blow/chop

Síðan gaf Gestur Þangbrandi góðar gjafar og fóru þeir suður aftur.

Then Gest gave to Thangbrand (somne) good gifts and they went back/returned Southwards

Þangbrandur fór í Sunnlendingafjórðung og svo til Austfjarða.

Thangbrand went to the Southern Quarter and so - on to the  East Fjords

Hann gisti að Bergþórshvoli og gaf Njáll honum góðar gjafar. Þá reið hann austur í Álftafjörð til móts við Síðu-Hall.

He stayed overnight at Bergthors Knoll and Njal gave him good gifts. Then he rode east to Alfafjorð to a meeting with Hall of Siða

Hann lét bæta skip sitt og kölluðu heiðnir menn það Járnmeis. Á því skipi fór Þangbrandur utan og Guðleifur með honum.

He had his ship repaired and the Heathen men called it the IronBasket. And on that ship Thangbrand sailed away/abroad and Guðleif with him 


104. kafli

Þetta sama sumar varð Hjalti Skeggjason sekur á þingi um goðgá.

That same Summer Hjalti Skeggasson was outlawed at Thing for blasphemy

Þangbrandur sagði Ólafi konungi frá meingerðum Íslendinga við sig, sagði þá vera svo fjölkunnga að jörðin spryngi í sundur undir hesti hans og tæki hestinn.

Thangbrand told King Olaf of the offences against him by the Icelanders, said they were so skilled in Magic (G) that the earth split open under his horse and took the horse

 Þá varð Ólafur konungur svo reiður að hann lét taka alla íslenska menn og setja í myrkvastofu og ætlaði þá til dráps.

Then was King Olaf so furious that he had all the Icelandic Men taken and put in a dungeon and intended them (to stay) until death

Þá gengu þeir Gissur hvíti að og Hjalti og buðu að leggja sig í veð fyrir þessa menn og fara út til Íslands og boða trú. Konungur tók þessu vel og þágu þeir þá alla undan.

Then went Gizur the White and Hjalti and both offered to pledge themselves for these men and went to Iceland and preached the faith. The King  was pleased (lit - took well with this)  and set them all free.

Þá bjuggu þeir Gissur og Hjalti skip sitt til Íslands og urðu snemmbúnir.

Then they - Gizur and Hjalti prepared their ship for Iceland and were soon ready

Þeir tóku land á Eyrum er tíu vikur voru af sumri.

they landed at Eyrum when there were two weeks (left) of Summer

Þeir fengu sér þegar hesta en fengu menn til að ryðja skip.

They caught some horses at once and employed men to unload the ship

 Ríða þeir þá þrír tigir manna til þings og gerðu þá orð kristnum mönnum að við búnir skyldu vera.

They ride then, thirty men to Thing and gave word to the Christians - they should be ready

Hjalti var eftir að Reyðarmúla því að þeir spurðu að hann var sekur orðinn um goðgá.

Hjalti was back/stayed at Reydarmal because they had learned he had been outlawed for Blasphemy 

En þá er þeir komu í Vellandkötlu ofan frá Gjábakka þá kom Hjalti þar eftir þeim og kveðst ekki vilja sýna það heiðnum mönnum að hann hræddist þá.

But when they came to Vellandkotla below (or near) Gjabakka then Hjalti came there behind them, and declared of himself not to wish to show the Heathens that he feared them.(He was shaking like a leaf)

I believe - below to be better - Gjabakki (Z) is taken from gjar-bakki which is given in Zoega as the brink of a rift - so it would seem that Vellandkotla - was down there - somewhere

Riðu nú margir kristnir menn í móti þeim og riðu þeir með fylktu liði á þing. Heiðnir menn höfðu og fylkt fyrir og var þá svo nær að allur þingheimur mundi berjast en þó varð það eigi.

 Now many Christian men rode to meet them and they rode with a Company dressed for battle to Thing. The Heathen men had also dressed for battle  before-hand/already  and then it came close that all at the Assembly would fight - yet it did not happen

Sat up all night with this - hope I have achieved something

Kveðja

Patricia