Hún gengur inn og bað þau ganga eftir.

She goes inside and asked them to go after (her).

Hún vatt upp skriðljósi og mælti: "Hér er nú, Njáll, Höskuldur son þinn og
hefir fengið á sér sár mörg og mun hann nú þurfa lækningar."

She hoisted up a lantern and spoke, "Here is now, Njall, Hoskuld, your son,
and (he) has got himself many wounds and he will now need healing."

Njáll mælti: "Dauðamörk sé eg á honum en engi lífsmörk eða hví hefir þú eigi
veitt honum nábjargir er opnar eru nasarnar?"

Njall spoke, "I see signs of death on him, but no signs of life or why have
you not given

him last duties since (his) nostrils are open?

"Það ætlaði eg Skarphéðni," segir hún.

"I expected (it) of Skarphedinn," says she.

Skarphéðinn gekk að og veitti honum nábjargir.

Skarphedinn went to (him) and gave him last duties.

Skarphéðinn mælti þá við föður sinn: "Hver segir þú að hann hafi vegið?"

Skarphedinn spoke then with his father, "Who (would) you say has killed him?

Njáll svarar: "Lýtingur af Sámsstöðum mun hafa vegið hann og bræður hans."

Njall answers, "Lyting of Sam's stead will have slain him and his brother."

Hróðný mælti: "Þér fel eg á hendi Skarphéðinn að hefna bróður þíns og vænti
eg að þér

Hrodny spoke, "I put it in Skarphedinn's hands to avenge your brother and I
expect that you

muni vel fara þó að hann sé eigi skilgetinn og þú munir mest eftir ganga."

will do well even though he be not lawfully begotten and you will pursue
(this) the most."

Bergþóra mælti: "Undarlega er yður farið er þér vegið víg þau er yður rekur
lítið til en

Bergthora spoke, "Remarkable is (this situation) done by you when you slay
those for small cause (Z) but

meltið slíkt og sjóðið fyrir yður svo að ekki verður af og mun hér koma
skjótt Höskuldur

you grind such and brood over so that nothing of worth (comes about) and
quickly Hoskuld Hvitaness Chieftain will come here

Hvítanesgoði og biðja yður sætta og munuð þér veita honum það og er nú til
að ráða ef þér viljið."

and ask you to reconcile and you will grant him that and now is (time) to
plan if you wish."

Skarphéðinn mælti: "Eggjar móðir vor oss nú lögeggjan."

Skarphedinn spoke, "Our mother, (you) urge us now (to pursue this) lawful
provocation."

Síðan hljópu þeir út allir. Hróðný gekk með Njáli og var þar um nóttina.

Afterwards they all run outside. Hrodny went with Njall and was there
during the night.


99. kafli

Nú er að segja frá þeim Skarphéðni að þeir stefna upp til Rangár.

Now is to speak of them Skarphedinn (and company) that they went up to Rang
River.

Skarphéðinn mælti: "Stöndum vér nú og hlýðum til."

Skarphedinn spoke, "Let us stay now and listen."

Þeir gerðu svo.

They did so.

Síðan mælti hann: "Förum vér nú hljótt því að eg heyri mannamál upp með
ánni. Eða

Afterwards he spoke, "Let us go now silently because I hear human voices up
by (the) river. Or

hvort viljið þið heldur eiga við Lýting einn eða við bræður hans báða?"

do you want rather to fight with Lyting alone or with both his brothers?"

Þeir kváðust heldur vilja eiga við Lýting einn.

They said of themselves to wish to deal with Lyting alone.

"Í honum er þó veiðurin meiri," segir Skarphéðinn, "og þykir mér illa ef
undan ber en eg

"In him is still more (worthy) game," says Skarphedinn, "and (it) seems to
me bad if (he were to) escape but I

treysti mér best um að eigi dragi undan."

trust myself best in it that (he) not escape."

"Til skulum við svo stefna," segir Helgi, "ef við komumst í færi að eigi
reki undan."

"So we shall proceed," says Helgi, "if we get the chance to attack that (he)
not escape."
Fred and Grace Hatton
Hawley Pa