Synir Njáls ræddu nú um við Kára að hann mundi fara með þeim til Grjótár. Og
það gerði

Njall's sons planned now concerning (the situation) with Kari that he would
go with them to Grjot River. And he did it

hann og kvað það vel að þeir heyrðu svör Þráins. Bjuggust þeir þá fjórir
Njálssynir og

and said it well that they heard Þráinn's answer. They prepared themselves
then, four sons of Njall and

Kári hinn fimmti. Þeir fara til Grjótár. Þar var anddyri breitt og máttu
margir menn standa jafnfram.

Kari the fifth. They go to Grjot River. There was a wide porch and many
men might stand side by side.

Kona ein var úti og sá ferð þeirra og segir Þráni. Hann bað menn ganga í
anddyrið og

One woman was outside and saw their journey and tells Þráinn. He asked men
to go on (the) porch and

taka vopn sín. Þeir gerðu svo. Stóð Þráinn í miðjum dyrum en þeir stóðu til
sinnar handar

take their weapons. They did so. Þráinn stood in the middle of the door
and they stood on his either side

hvor Víga-Hrappur og Grani Gunnarsson, þar næst Gunnar Lambason, þá Loðinn
og

Slayer-Hrapp and Grani Gunnarson, nearest there Gunnar Lambi's son, then
Lodinn and

Tjörvi, þá Lambi Sigurðarson, þá hver að hendi því að karlar voru allir
heima.

Tjorvi, then Lambi Sigurd's son, then each to a side because all (the)
menfolk were at home.

Þeir Skarphéðinn ganga að neðan og gekk hann fyrstur, þá Kári, þá Höskuldur,
þá

They (with) Skarphedinn go from below and he went first, then Kari, then
Hoskuld, then

Grímur, þá Helgi. En er þeir koma að dyrunum féllust þeim allar kveðjur er
fyrir voru.

Grim, then Helgi. When they were come to the door all their greetings died
on their lips (Z) which (they) were (planning) before.

Þá mælti Skarphéðinn: "Allir séum vér velkomnir."

Then Skarphedinn spoke, "We all are welcome!"

Hallgerður stóð í anddyrinu og hafði talað hljótt við Hrapp. Hún mælti: "Það
mun engi

Hallgerd stood on the porch and had spoken quietly with Hrapp. She said,
"It will not

mæla sá er fyrir er að þér séuð velkomnir."

(do?) to speak such when? before? is that you be welcome."

Skarphéðinn mælti: "Ekki munu mega orð þín því að þú ert annaðhvort
hornkerling eða púta."

Skarphedinn spoke, "Your words will not be worth much because you are just
another old woman in the corner or a harlot."

"Goldin skulu þér þessi orð áður þú ferð heim," segir Hallgerður.

"You shall pay for these words before you go home," says Hallgerd.

Helgi mælti: "Þig er eg kominn að finna Þráinn ef þú vilt gera mér sæmd
nokkura fyrir

Helgi spoke, "I am come to you to meet Þráinn if you wish to do me some
redress for

hrakningar þær er eg hlaut í Noregi fyrir þínar sakir."

that wretched treatment which I suffered in Norway for your sake."

Þráinn mælti: "Aldrei vissi eg að þið bræður munduð gera drengskap ykkarn
til fjár eða

Þráinn spoke, "I never knew that you brothers would use? your high-mindness
for money or

hversu lengi skal fjárbón sjá yfir standa?"

how long shall such asking for money last (Z)?"

"Það munu margir mæla," segir Helgi, "að þú ættir að bjóða sæmdina þar sem
líf þitt lá við."

"Many will speak it," says Helgi, "that you have an obligation to offer
redress since your life lay on (it)."

Þá mælti Hrappur: "Þar gerði nú gæfumuninn er sá hlaut skellinn er skyldi og
dró yður undir hrakningina en oss undan."

Then Hrapp spoke, "Now the difference in luck did (it) when that one
suffered the blow who should and drew you to wretched treatment and us to
escape.

"Lítil var það gæfa," segir Helgi "að bregða trúnaði sínum við jarl en taka
þig við."

"It was little (to do with) luck," says Helgi, "to break his trust with
(the) earl and take you along."

"Þykist þú eigi að mér eiga bótina?" segir Hrappur. "Eg mun bæta þér því sem
mér þykir maklegt."

"Don't you think that to me belongs the (obligation for) the remedy?" says
Hrapp. "I will compensate you as to me seems proper."

Grace
Fred and Grace Hatton
Hawley Pa