6. kafli

Nú er frá því að segja að Þorsteinn Eiríksson vakti bónorð við Guðríði Þorbjarnardóttur.

Now it is next to tell that Thorstein Eiriksson proposed marriage to Guðrið Thorbjorn's Daughter

Var því máli vel svarað bæði af henni og svo af föður hennar og er þetta að ráðum gert að Þorsteinn gekk að eiga Guðríði og var brúðkaupið í Brattahlíð um haustið. Fór sú veisla vel fram og var mjög fjölmenn.

This was given a favourable answer by herself and also her father, agreement was made, and Thorstein was married to Guðrið and the wedding was at Brattahlid (?Bright Ridge) in the Autumn. The feast was a grand one and attended by many

Þorsteinn átti bú í Vestribyggð á bæ þeim er í Lýsufirði heitir. Sá maður átti þar helming í búi er Þorsteinn hét. Sigríður hét kona hans.

Thorsteinn had a farm in the Western settlement at a place that is named Lysafjorð. The man who held a half share in the farm - was also named Thorstein Sigrið was the name of his wife

Fóru þau Þorsteinn heim í Lýsufjörð og Guðríður bæði. Var þar vel við þeim tekið. Voru þau þar um veturinn.

Both Thorstein and Guðrið went home to Lysafjorð. They were well (warmly) received, and were there for the Winter

Það gerðist þar til tíðinda að sótt kom í bæ þeirra er lítið var af vetri. Garði hét þar verkstjóri. Hann var óvinsæll maður. Hann tók fyrst sótt og andaðist. Síðan var skammt að bíða að hver tók sótt að öðrum og önduðust.

That went on until news  of sickness came to the farm in the Winter. Garði (Garth?) was the name of the foreman. He was an unpopular man. He was first taken sick and died, It was a short while to wait that others took sick and died

Þá tók sótt Þorsteinn Eiríksson og Sigríður kona Þorsteins. Og eitt kveld fýsist hún að ganga til garðs þess er stóð í gegnt útidyrum.

Then took sick - Thorstein Eiriksson and Sigrið the wife of  (the other)Thorstein. And one evening she wanted to go to the Yard (translated as privy elsewhere) which was right opposite to the outer door (of the dwelling)

Guðríður fylgdi og sóttu þær í mót dyrunum. Þá kvað Sigríður: "Ó."

Guðrið followed/accompanied and they sought the door upon return, and Sigrið cried out "Oh"

Guðríður mælti: "Við höfum farið óhyggilega og áttu öngvan stað við að kalt veður komi á og förum inn sem skjótast."

Guðrið spoke "We have done unwisely  and you should not be in this cold weather - we must get quickly back inside" (as fast as we can)

Sigríður svarar: "Eigi fer eg að svo búnu. Hér er liðið allt hið dauða fyrir dyrunum og þar í sveit kenni eg Þorstein bónda þinn og kenni eg mig og er slíkt hörmung að sjá."

Sigrið replied "I shall not go in to this place There are all the dead people standing before the door I recognize Thorstein Eiriksson your husband and I recognize myself. Such a horrible thing to see"

Og er þetta leið af mælti hún: "Förum við nú Guðríður. Nú sé eg eigi liðið."

And when it had passed she said "Let's go in Guðrið. I do not see the dead people now"

Var þá og verkstjórinn horfinn er henni þótti áður hafa svipu í hendi og vilja berja liðið.

Then - (at the time) she thought she saw the dead foreman hold a whip in hand and try to hit the dead people

Síðan gengu þær inn og áður morgunn kæmi var hún önduð og var ger kista að líkinu.

After that they went in and before morning came she was dead and a coffin made for her body

Og þann sama dag ætluðu menn út að róa og leiddi Þorsteinn þá til vara og í annan lit fór hann að sjá um veiðiskap þeirra.

And on that same day men intended to go fishing and Thorstein went down with them (to see them off) and again later to see their catch.

Þá sendi Þorsteinn Eiríksson nafna sínum orð að hann kæmi til hans og sagði svo að þar var varla kyrrt og húsfreyja vildi færast á fætur og vildi undir klæðin hjá honum.

Then Thorstein Eiriksson sent word for him (the other Thorstein) to come to him and said there was no peace, because the  Farmer's wife (?her corpse) wanted to get up and under the (Bed-) clothes with him.

Og er hann kom inn var hún komin á rekkjustokkinn hjá honum. Hann tók hana höndum og lagði bolöxi fyrir brjóstið.

And when he had come in she had reached  the bed edge (CV) near to him. He took he in (his) Hands and thrust an axe into her chest

Þorsteinn Eiríksson andaðist nær dagsetri. Þorsteinn bað Guðríði leggjast niður og sofa en hann kveðst vaka mundu um nóttina yfir líkunum. Hún gerir svo.

Thorstein Eiriksson died near the days end (Sundown) and Thorstein to go lie down and sleep, he said he would keep watch over the dead in the night. She did so 

Guðríður sofnar brátt og er skammt leið á nóttina reistist hann upp Þorsteinn og kveðst vilja að Guðríður væri þangað kölluð og kveðst vilja mæla við hana: "Guð vill að þessi stund sé mér gefin til leyfis og umbóta míns ráðs."

Guðrið soon slept and a short while into the night Thorstein  rose up and declared for himself to wish  Guðrið to be called out at once and he wanted to speak to her. "God will give me this time to let me mend my chances (?confess)

Þorsteinn gengur á fund Guðríðar og vakti hana og bað hana signa sig og biðja sér guð hjálpa "Þorsteinn Eiríksson hefur mælt við mig að hann vill finna þig. Sjá þú nú ráð fyrir, hvorgis kann eg fýsa."

Thorstein goes to fins Guðrið and asked her to cross/bless herself and ask God's help "Thorstein Eiriksson has spoken with me that he wishes to see you - do you see a plan (can you do this) I cannot advise you (I cannot urge either way)

Hún svarar: "Vera kann að þetta sé ætlað til nokkurra hluta þeirra sem síðan eru í minni hafðir, þessi hinn undarlegi hlutur, en eg vænti að guðs gæsla mun yfir mér standa.

She replies "It may be that this will lead to something to be (worthy of) remembering for a long time. This (Thorstein Eiriksson waking)  is a remarkable thing and I expect/anticipate God's protection over me

Mun eg á hætta með guðs miskunn að mæla við hann því að eg má nú ekki forðast mein til mín. Vil eg síður að hann gangi víðara. En mig grunar að það sé að öðrum kosti."

I will risk - with God's blessing/mercy to speak with him, I cannot escape(Z) what is to come to me (fate)  I wish less that he walks out but that would be the only choice/alternative

(If I do not want him to walk out then I seem to have no choice here)

Is it that she fears he man will be a "aptrgongumaðr"

I am sorry this was so long - I got a trifle carried away

Kveðja

Patricia