Eiríks saga rauða segir frá landnámi norrænna manna á Grænlandi og
landafundum í Vesturheimi. Er hún sennilega skráð snemma á 13. öld og
eins og með flestar aðrar Íslendingasögur er höfundur hennar ókunnur.

The Saga of Eirik the Red tells of the settlement of Norse people in
Greenland and their discoveries of land in America. It was probably
written in the early 13th century, and, as with most of the other
Sagas of the Icelanders, its author is unknown.

Hún hefur varðveist í handritunum Hauksbók og Skálholtsbók. Svipar
henni um margt til Grænlendinga sögu, en í stórum dráttum segja þær
frá sömu atburðum en á ólíkan hátt og einnig greinir þær á um margt.

The text has been preserved in the manuscripts Hauksbók and
Skálholtsbók. It resembles The Saga of the Greenlanders in many
respects; they tell broadly of the same events, though in different
ways, and also disagree on many points.

Þá er einnig að finna styttri frásagnir af Grænlandsferðum, Eiríki og
Leifi syni hans í fleiri handritum og mætti í því sambandi nefna
Íslendingabók Ara fróða, Flateyjarbók, Landnámu og Ólafs sögu
Tryggvasonar.

There are also to be found shorter accounts of the Greenland
expeditions and Eirik and his son Leif in other manuscripts. In this
connection might be mentioned the Íslendingabók of Ari the
Learned/Wise, Flateyjarbók, Landnámubók and the Saga of Olaf Tryggvason.

Fátt eitt er hægt að staðhæfa um sannleiksgildi Eiríks sögu, en í
flestum megindráttum mun hún vera skáldskapur sem þó byggir á sönnum
atburðum, er eiginlega ofin inn í atburði sem áttu sér stað í
raunveruleikanum.

It is hard to assert anything much concerning the historical veracity
of Eirik's Saga. Most of its principle features are probably fiction,
albeit based on true events. The saga is actually woven into an
occurrence which took place in reality.

Flestar persónanna eiga sér samastað í raunveruleikanum, en
atburðarásin er óljós. En við vitum t.a.m. útfrá rannsóknum Helge og
Anne Ingstad að norrænir menn komu við og settust að í Nýfundnalandi á
þeim tíma sem sagan gerist. Fundu þar m.a. leifar af húsum og munum
sem algengir voru á Íslandi á þeim tíma.

Most of the characters are real people although the sequence of events
is unclear. But we know, for example, from the research of Helge and
Anne Ingstad that Scandinavians reached Newfoundland and settled there
at the time when the saga is set. They found there, among other
things, the remains of houses and objects which were common in Iceland
at that time.