Þær svöruðu: "Það sagði hann að þar yrði taða betri en annars staðar."
They answered, "He said it that there (would) become a better manured field
than elsewhere."
"Misvitur er Njáll," segir Hallgerður, "þar er hann kann til hversvetna
ráð."
"Njal is not always equally wise (Z)," says Hallgerd, "there where he knows
to (give) advice everywhere."
"Hvar er í því?" sögðu þær.
"Where is that?" they said.
"Það mun eg til finna er satt er," segir Hallgerður, "er hann lét eigi aka í
skegg sér að
"I will find it which is true," says Hallgerd, "when he doesn't allow (it)
carried to his beard that
hann væri sem aðrir karlmenn og köllum hann nú karl hinn skegglausa en sonu
hans
he were as other old men and (we) call him now old man the beardless and his
sons
taðskegglinga og kveð þú um nokkuð Sigmundur og lát oss njóta þess er þú ert
skáld."
dungbeardlings and you recite now something, Sigmund, and let us benefit of
this that you are a poet."
Hann kveðst þess vera albúinn og kvað þegar vísur þrjár eða fjórar og voru
allar illar.
He declared this to be ready and recited at once three verses or four and
they were all evil.
"Gersemi ert þú," sagði Hallgerður, "hversu þú ert mér eftirlátur."
"You are a treasure," said Hallgerd, "how you are (so) indulgent to me."
Gunnar kom að í þessu. Hann hafði staðið fyrir framan dyngjuna og heyrt á
öll orðtækin.
Gunnar came in at this (point). He had stood outside the ladies' bower
previously and heard every word (Z3).
Þeim brá mjög við er þau sáu hann inn ganga. Þá þögnuðu allir en áður hafði
þar verið
It startled them much when they saw him going in. Then all were quiet when
before there had been
háreysti mikið og hlátur.
much noise and laughter.
Gunnar var reiður mjög og mælti til Sigmundar: "Heimskur maður ert þú og
óráðhollur.
Gunnar was very angry and spoke to Sigmund, "You are a foolish man and
self-willed.
Þú hrópar sonu Njáls og sjálfan hann er þó er mest vert en slíkt sem þú
hefir áður af gert
You slander Njal's sons and he himself who still is most worthy and such as
you have previously
við þá og mun þetta vera þinn bani. En ef nokkur maður hermir þessi orð þá
skal sá í
transgressed against them (þá? - maybe I have finally picked up on a pronoun
instead of always thinking it means "then") and this will be your death.
But if any man repeat a word of this then shall such a one
brautu verða og hafa þó reiði mína."
be gone and have my anger besides."
En svo var þeim öllum ótti mikill að honum að engi þorði þessi orð að herma.
Síðan gekk
But so great fear was to all of them of him that none dared to recite a word
of this. Afterwards
hann í braut.
he went away.
Farandkonurnar töluðu um með sér að þær mundu taka laun af Bergþóru ef þær
segðu
(The) beggar women spoke among themselves that they would get a reward from
Bergthora if they told
henni þetta, fóru síðan ofan þangað og sögðu Bergþóru á laun ófregið.
her this, went afterwards down from there and told Bergthora secretly (and)
unasked.
Bergþóra mælti er menn sátu undir borðum: "Gjafar eru yður gefnar feðgum og
verðið
Bergthora spoke when (the) men sat at (the) table, "Gifts are given to you,
father and sons, and you get
þér litlir drengir af ef þér launið engu."
little credit from it if you do not reward."
"Hversu eru gjafar þær?" segir Skarphéðinn.
"What are these gifts? says Skarphedinn.
"Þér synir mínir eigið allir eina gjöf saman. Þér eruð kallaðir
taðskegglingar en bóndi
"You, my sons, all have one gift together. You are called dungbeardlings
and my
minn karl hinn skegglausi."
husband the old beardless one.
"Ekki höfum vér kvenna skap," segir Skarphéðinn, "að vér reiðumst við öllu."
"We have not (the) temperament of women," says Skarphedinn, "that we become
angered at everything."