Here's some "modern" Icelandic for you, from
"Jólin koma" by Jóhannes úr Kötlum (1932),
23d printing, 2006 - the best known collection
of poetry for children in Iceland, know to every
child born here since it first appeared, much
read and sung on the Yule.

I have also scanned the four pages from the
book, and added them to the files section. Hope
some of you will feel up to puzzling over this
during the approaching festivities. This is as
much a part of Yule in Iceland as "Jingle Bells"
is in the English speaking world.


GRÝLUKVÆÐI

Grýla hét tröllkerling leið og ljót,
með ferlega hönd og haltan fót.
Í hömrunum bjó hún og horfði yfir sveit,
var stundum mögur og stundum feit.
Á börnunum valt það, hvað Grýla átti gott,
og hvort hún fékk mat í sinn poka og sinn pott.
Ef góð voru börnin var Grýla svöng,
og raulaði ófagran sultarsöng.
Ef slæm voru börnin varð Grýla glöð,
og fálmaði í pokann sinn fingrahröð,
og skálmaði úr hamrinum heldur gleið,
og óð inn í bæina - beina leið.
Þar tók hún hin óþekku angaskinn,
og potaði þeim nið'r í pokann sinn.
Og heim til sín aftur svo hélt hún fljótt,
- undir pottinum fuðraði fram á nótt.
Um annað, sem gerðist þar, enginn veit,
- en Grýla varð samstundis södd og feit.
Hún hló, svo að nötraði hamarinn,
og kyssti hann Leppalúða sinn.
Svo var það eitt sinn um einhver jól,
að börnin fengu buxur og kjól.
Og þau voru öll svo undurgóð,
að Grýla varð hrædd og hissa stóð.
En við þetta lengi, lengi sat,
í fjórtán daga hún fékk ei mat.
Þá varð hún svo mikið veslings hró,
að loksins í bólið hún lagðist - og dó.
En Leppalúði við bólið beið,
- og síðan fór hann þá sömu leið.
Nú íslenzku börnin þess eins ég bið,
að þau láti ekki hjúin lifna við.


Regards,
Eysteinn