--- "AThompson" wrote:

> Perhaps, it would have been more accurate for me to say the "geng í
> hring' phrase simply called the song lyric to my mind. I wasn't
> suggesting any comparison or making any judgement of relative
literary
> merits:-) Since the writer of the lyrics performed Iceland's 2003
> Eurovision entry, I´m not surprised that it reminded you of
Eurovision.

However, we should keep in mind that "Utan hringsins" has been
referenced and alluded to by many modern authors. Here's one of
the best beloved ballads by the modern rock-poet Megas. The
allusion occurs in the 4th stanza. The language is as much
ancient as it is modern.


MEGAS: ORFEUS & EVRIDÍS

einsog hamar ótt á steðja
uppá þaki regnið bylur
en í þínu þæga tári
þar er gleði birta ylur

á þínum góðu yndistöfrum
önd mín sál & kraptur nærist
þér ég æ mun fé & föggum
fórna meðan hjartað hrærist

svefn þinn guð í glasi áskenktu
greiðir fró í stríði hörðu
þanninn fæ ég þreyð af árin
þartil loks ég sef í jörðu

fjallahringurinn hann er dreginn
hringinn í kringum mig
& utan hans þar er ekki neitt
því innan hans þar hef ég þig

en við verðum að láta' okkur litla hríð
lynda það sem til bar
þú hvílir í brekkunni bakvið húsið
bráðum finnumst við þar

hún var falleg hún var góð
hún var betri en þær
& þegar hún sefur við síðuna' á mér
þá sef ég góður & vær

sólin kemur upp í austri
en í vestri sezt hún niður
í dalnum þarsem ég opnaði augun
í árdaga ríkir kyrrð & friður

hesturinn minn heitir blesi
höfum við sömu lifað árin
ég held áfram en hún styttist
óðum leiðin fyrir klárinn

blesi minn í brekkunni friðsælu
búinn er þér hvílustaður
einhverntíma ái ég með þér
örþreyttur gamall vonsvikinn maður

###