Great stuff Grace - I'm so on that tomorrow - or maybe even this evening
Bless
Patricia
----- Original Message -----
From: Fred and Grace Hatton
To: norse_course@yahoogroups.com
Sent: Friday, May 26, 2006 7:17 PM
Subject: [norse_course] Ist Chapter of Njal Saga


I don't mind emailing out the sections of Njal every Friday, but am in no
position to correct anything.
Grace
Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða.
Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Hann var ríkur höfðingi og málafylgjumaður
mikill og svo mikill lögmaður að engir þóttu löglegir dómar dæmdir nema hann
væri við. Hann átti dóttur eina er Unnur hét. Hún var væn kona og kurteis og
vel að sér og þótti sá bestur kostur á Rangárvöllum.

Nú víkur sögunni vestur til Breiðafjarðardala. Maður er nefndur Höskuldur.
Hann var Dala-Kollsson. Móðir hans hét Þorgerður og var dóttir Þorsteins
hins rauða, Ólafssonar hins hvíta, Ingjaldssonar, Helgasonar. Móðir Ingjalds
var Þóra, dóttir Sigurðar orms í auga, Ragnarssonar loðbrókar. Unnur hin
djúpúðga var móðir Þorsteins rauðs, dóttir Ketils flatnefs, Bjarnarsonar
bunu. Höskuldur bjó á Höskuldsstöðum í Laxárdal.

Hrútur hét bróðir hans. Hann bjó á Hrútsstöðum. Hann var sammæður við
Höskuld. Faðir hans var Herjólfur. Hrútur var vænn maður, mikill og sterkur,
vígur vel og hógvær í skapi, manna vitrastur, hagráður við vini sína en
tillagagóður hinna stærri mála.

Það var einu hverju sinni að Höskuldur hafði vinaboð og þar var Hrútur
bróðir hans og sat hið næsta honum. Höskuldur átti sér dóttur er Hallgerður
hét. Hún lék sér á gólfi við aðrar meyjar. Hún var fríð sýnum og mikil vexti
og hárið svo fagurt sem silki og svo mikið að það tók ofan á belti.

Höskuldur kallar á hana: "Far þú hingað til mín," sagði hann.

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk
hún í braut.

Þá ræddi Höskuldur til Hrúts: "Hversu líst þér á mey þessa, þykir þér eigi
fögur vera?"

Hrútur þagði við. Höskuldur talaði til annað sinn.

Hrútur svaraði þá. "Ærið fögur er mær sjá og munu margir þess gjalda. En
hitt veit eg eigi hvaðan þjófsaugu eru komin í ættir vorar."

Þá reiddist Höskuldur og var fátt um með þeim bræðrum nokkura hríð.

Bræður Hallgerðar voru þeir Þorleikur, faðir Bolla, og Ólafur, faðir
Kjartans, og Bárður.

Fred and Grace Hatton
Hawley Pa