"Gotnar eru kallaðir af heiti konungs þess er Goti er nefndur, er
Gotland er við kennt. Hann var kallaður af nafni Óðins og dregið af
Gauts nafni, því að Gautland eða Gotland var kallað af nafni Óðins,
en Svíþjóð af nafni Sviðurs - það er og heiti Óðins. Í þann tíma var
kallað allt meginland það er hann átti Reiðgotaland, en eyjar allar
Eygotaland. Það er nú kallað Danaveldi og Svíaveldi."
Samkvæmt steininum "að eggjum", heitir Norvegr líka "land gotna".
Samkvæmt núlifandi fræðimönnum hét mál þeirra Gota er fluttust til
suður-Evrópu 'gutiska'. Norræna orðið 'goti' verður 'guta' í frum-
norrænu og beygist svo í eintölu: guta, gutan, gutan, gutan. Án A-
hljóðvarps væri nafnið á tungunni gömlu 'Gutiskô', en nafnið á þjóð-
inni sjálfri væri 'Gutþeuðû' - þjóð vorra ástkærra mæðra og feðra.