Leiðrétting:

> Þau biðja Jesúbarnið
> að blessa kertin sín
> og hefja hugann þangað,
> sem heilög stjarnan skín.
>
> (Margrét Jónsdóttir)
>
> Lesum "Sólarmagnið" í staðinn fyrir "Jesúbarnið".

Það væri réttstuðluð bragarbót að lesa "Sólarbandið".

Skrítin auglýsing:

Regnhlíf, sem átti að fara í aðgerð, glataðist í dag hjá vinnukonu
minni, sem var brotin sundur í miðjunni.

Hvað er athugavert við þessa auglýsingu? Geturðu skrifað hana upp og
breytt henni svo, að hún verði eins og til var ætlazt?

Einfaldasta lausnin væri: Regnhlíf, sem var brotin sundur í miðjunni,
glataðist í dag hjá vinnukonu minni, sem átti að fara í aðgerð.

Kveðja,
Konráð.